<$BlogRSDUrl$>

27 júní 2004

Nú er ég komin með próf í bókmenntafræði, í tilefni þess las ég rauða ástarsögu sem ég fann í bókabunka um daginn.
Að loknum lestrinum komst ég að því að ég hafði hlegið meira en fyllst af ástartrega, lýsingarnar sem eru í þessum bókum eru svakalegar........augu hennar urðu að dökkbláum tjörnum, hjarta hans varð að kristalsbrotum, herðabreiður, fallegar línur, ástin í augum hans og blablabla. Svo er söguþráðurinn ótrúlegur, mikið af prentvillum og hræðilegar þýðingar.
Smá sýnishorn: "Stórir lófar hans strukust eftir bakinu, niður á mjaðmirnar og þrýstu henni að sér. Kossinn var djúpur og ástríðufullur þannig að Emily fann fyrir honum um allan líkaman. Það var eins og færi fram flugeldasýning í huga hennar þegar hann strauk hendinni upp í víða skálmina á stuttbuxunum hennar. Hann gleypti andvarp hennar þegar hann strauk þumlinum eftir sléttri mjöðm hennar. Nakinni mjöðm hennar." Þetta var úr bókinni Heimkoman eftir Allison Leigh.

Hvernig gleypir maður andvarp?

Gaman að þessu HA!


16 júní 2004

Útskrift á laugardaginn.......

trúi þessu varla ennþá, það virðast eitthverjar gáfur vera í þessum haus mínum sem ég hef hingað til talinn vera snauðann af.

Íbúðin fékk nýtt útlit á áðan, ég klæddi mig í hlírabol, stuttbuxur, gula hanska og inniskó, náði í Ajax brúsann, setti góða og kröftuga tónlist á og......vorhreingerningu er lokið :=)hún tók ca 3 klukkutíma.......en reyndar var þetta aðeins hreingerning á eldhúsinnréttingunni, ég verð nefnilega óþolandi smámunasöm í þessum gír og þarf að þrífa allt sem verður á vegi mínum...þá er bara restin af pleisinu eftir :(

Hef hjólað mikið að undanförnu, lítur allt út fyrir góða rassvöðva eftir sumarið...en vil samt ekki fá svona bólgin hjólalæri.

Vinnan fín, en vissi ekki að unglingar væru svona svona svona.......eins og þeir eru.

09 júní 2004

Fór í sund

Sá og heyrði.....

...par rífast í gufubaðinu, það hélt að enginn heyrði í þeim því þau rifust á lágu nótunum en það föttuðu samt allir hvað var í gangi.
...par í pottinum að tala um utanlandsferð í sumar, gellan var að áminna strákin um að vera búinn að gera plan B ef þessi ferð klúðraðist eins og sú seinasta.
...karl kveða vísu um fjölmiðlafrumvarpið fyrir annann karl.
...gamla konu prumpa vel um leið og hún kom ofan í pottinn.
...ólétta konu sem var mjög fyrirferðamikil og átti vesælan mann.
...stórfjölskyldu með 4 öskrandi krakka.
...10 ára gelgjur tala um stráka og útlit, fannst þær of barnalegar til að tala um svona...hvað með dúkkur?
...50 ára gellu konu sem dýfði ekki hausnum ofaní vegna þess að hún var svo mikið máluð...bleikur varalitur sko!
...gæja karl (að hann hélt), með ljósabrúnku, loðna bringu, gullkeðju og í hallærislegri sundskýlu.
...venjulegt fólk
...og svo ég.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?