<$BlogRSDUrl$>

26 júlí 2004

..................veit ekki.............(hugsa)..........

Sumarið líður hratt og verslunarmannahelgin er framundan.  Ég stefni ekki á neitt skrall en samt aldrei að vita hvað gerist.  Fer amk ekki á útihátíð en getur verið að ég taki smá rúnt um hluta landsins.  Langar svaka að fara á Snæfellsnesið og í Breiðafjarðarsiglingu, það er það eina sem ég stefni á í sumar en það vill enginn koma með mér (allir búnir að fara eða hafa ekki áhuga) svo ég held að ég fari ein enda líklega enginn betri ferðafélagi en maður sjálfur.

Lítið hefur gerst frá seinustu skrifum, varla smakkað áfengi hvað þá djammað......rólegasta sumar mitt í langan tíma...ætli það sé elli kerling sem sækir að? (getur ekki verið því mér langar alltaf á djamm um helgar en e-ð annað hefur tekið þá fyrirhöfn frá mér (t.d vinna eða djammáhugalausir vinir)  M.v að ég fór á djamm um hverja einustu helgi í vetur þá hef ég farið tvisvar í sumar og í bæði skiptin var frekar rólegt (Landsmót hestamanna ekki tekið með).

ææææææææiiiiiiiiiii verð að fá mér í tána um næstu helgi.......kæru vinir ég kalla hér með eftir versunarmannahelgardjammfélaga.


12 júlí 2004

Fréttir frá seinustu skrifum...

...vinna, sólbrennt nef, arfi, unglingar (hef tekið meira ástfóstri við arfann en lingana mína)

...landsmót hestamanna, mjög skemmtilegt, þægilegt að sitja í góðu veðri á suðurlandi sötrandi bjór og glápa á fallega hesta og sanna menn. Nema að ég fékk dós í augað, það gerðist á föstudagskvöldinu, var að horfa út í loftið og fékk eina á fullu svíngi í augað, hörkujaxlinn ég fékk tár í augun og ætlaði að lemja mann og annann fyrir þetta ódæði en ákvað að drekka bara meira í staðin. Sem leiddi til þess að ég varð frekar þunn á laugardeginum (vegna drykkju, svefnleysis og næringarskorts) en það bjargaðist og ég gat opnað fyrsta laugardagsbjórinn fyrir kvöldmat. Eintóm ánægja og sæla þessi helgi.

....Placebo tónleikar, í góðum félagsskap skundaði ég í Laugardalshöllina, tónleikarnir voru fínir fyrir utan helminginn af liðinu sem hélt að það væri í bíó........að standa með krosslagðar hendur og klappa ekki eftir lögunum virðist vera tónleikastíll sumra íslendinga, ég þoli ekki svona. Maður á að lifa sig inn í tónlistina, dilla mjöðmunum og klappa höndunum. Töff hljómsveit og góðir tónleikar.

...Finnst OC orðið of dramatískt fyrir minn smekk, það er sterkari sápulykt af því en áður.

...Komin með gubbu og viðbjóð af íslenskri pólitík, skiptir ekki máli hvort það er til hægri eða vinstri það eru allir komnir út fyrir efnið og lööööönnnnggggu búnir að gera í buxurnar. Vil að þingmenn stoppi og hugsi í smá stund og reyni að sjá málin í sanngjörnu og rökréttu ljósi og að þeir hætti að hlaupa í kringum fjölmiðlana og láta þá stjórna sér.

...komst í baggaheyskap, mjaltir og snúning um helgina...þarf að kaupa mér jörð sem fyrst, þetta er lífið sem ég fíla.

...annars hjóla ég mikið þessa dagana.

...fleira er ekki í fréttum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?