30 ágúst 2004
Um þessar mundir mætti kalla mig hornös, haustkvefið er snemma á ferðinni hjá mér og hef ég glatað nokkuð af gáfum mínum að undanförnu vegna súrefnisskorts...þ.e nefið er stíflað og innöndun því óeðlileg. Þetta kvef gerir það líka að verkum að ég finn ekki bragð af nokkrum sköpuðum mat né drykk sem var mjög leiðinlegt um helgina því ég var í veislu.
Brúðkaupsveisla systur minnar og mágs var frábær, þvílíkt stuð hefur ekki skapast síðan í Glaumbæ forðum daga. Athöfnin í kirkjunni var virkilega afslöppuð og flott, Egill Ólafsson söng þrjú lög og gerði það svo flott að fólk gleymdi hátíðasvipnum, smellti fingrum og hrópaði húrra í lokinn. Veislan var svo toppurinn, 150 manns, lambakjöt sem var víst svaka gott (mér fannst það amk mjög áferðargott), nóg var af áfengi, fólk komst í stuð, ræðumenn slógu í gegn með glensi, Stuðmenn fékk fólk til að dilla sér, Jónsi í Svörtum fötum fékk mig til að slefa, diskótekarinn hélt fólki á dansgólfinu fram undir morgun og ég þurfti að svara sömu spurningunni triljón sinnum.
"Ert þú ekki svo næst Hhaaa?" var margtuggið við mig þetta kvöld, ættingjar og vinir brúðhjónanna virtust allir gera ráð fyrir að ég ætti að gifta mig næst og það bráðlega. Engu máli virtist skipta að ég á ekki karl ...og þó ég svaraði flestum "ekki giftist ég sjálfri mér" þá stoppaði það ekki spurningarflóðið sem á eftir kom "hva ertu ekki komin með neinn karl, svona glæsileg stúlka eins og þú, hvað er að þessum körlum, þú verður að hætta að vera svona kröfuhörð og eins og slæg meri og bla blabla" Þessar spurningar urðu fleiri eftir því sem leið á kvöldið og flöskurnar tæmdust ofaní mig og aðra gesti.....þvinka var ekki leyfð daginn eftir vegna þess að ég þurfti að ganga frá eftir veisluna.....það er ógeð að hella niður gömlum áfengisleifum þegar smá þvinka er í skrokknum.
Skólinn byrjar á miðvikudaginn og ég er varla komin í stuð fyrir það.
Aftur á móti er ég komin í stuð fyrir fjallferð, legg af stað í leitir upp á afrétt (fer að Fit) eftir viku (ríð reyndar upp í Gnúpverjahrepp næsta föstudag). Var að bera á hnakkinn, þarf að þvo lopapeysuna, búin að kaupa viskípelann, járna hestana á morgun.........eru til skyndimegrunarráð fyrir hross? Svo eru Skeiðaréttir laugardaginn 11. september.....þá verð ég aftur og endanlega komin til byggða.
Bloggarinn í mér er að vakna úr sumardvala og þið megið eiga von á þéttari færslum á næstunni.
Brúðkaupsveisla systur minnar og mágs var frábær, þvílíkt stuð hefur ekki skapast síðan í Glaumbæ forðum daga. Athöfnin í kirkjunni var virkilega afslöppuð og flott, Egill Ólafsson söng þrjú lög og gerði það svo flott að fólk gleymdi hátíðasvipnum, smellti fingrum og hrópaði húrra í lokinn. Veislan var svo toppurinn, 150 manns, lambakjöt sem var víst svaka gott (mér fannst það amk mjög áferðargott), nóg var af áfengi, fólk komst í stuð, ræðumenn slógu í gegn með glensi, Stuðmenn fékk fólk til að dilla sér, Jónsi í Svörtum fötum fékk mig til að slefa, diskótekarinn hélt fólki á dansgólfinu fram undir morgun og ég þurfti að svara sömu spurningunni triljón sinnum.
"Ert þú ekki svo næst Hhaaa?" var margtuggið við mig þetta kvöld, ættingjar og vinir brúðhjónanna virtust allir gera ráð fyrir að ég ætti að gifta mig næst og það bráðlega. Engu máli virtist skipta að ég á ekki karl ...og þó ég svaraði flestum "ekki giftist ég sjálfri mér" þá stoppaði það ekki spurningarflóðið sem á eftir kom "hva ertu ekki komin með neinn karl, svona glæsileg stúlka eins og þú, hvað er að þessum körlum, þú verður að hætta að vera svona kröfuhörð og eins og slæg meri og bla blabla" Þessar spurningar urðu fleiri eftir því sem leið á kvöldið og flöskurnar tæmdust ofaní mig og aðra gesti.....þvinka var ekki leyfð daginn eftir vegna þess að ég þurfti að ganga frá eftir veisluna.....það er ógeð að hella niður gömlum áfengisleifum þegar smá þvinka er í skrokknum.
Skólinn byrjar á miðvikudaginn og ég er varla komin í stuð fyrir það.
Aftur á móti er ég komin í stuð fyrir fjallferð, legg af stað í leitir upp á afrétt (fer að Fit) eftir viku (ríð reyndar upp í Gnúpverjahrepp næsta föstudag). Var að bera á hnakkinn, þarf að þvo lopapeysuna, búin að kaupa viskípelann, járna hestana á morgun.........eru til skyndimegrunarráð fyrir hross? Svo eru Skeiðaréttir laugardaginn 11. september.....þá verð ég aftur og endanlega komin til byggða.
Bloggarinn í mér er að vakna úr sumardvala og þið megið eiga von á þéttari færslum á næstunni.
24 ágúst 2004
Sumarið að líða undir lok. Skólinn að byrja og öll "sumarplön" mín eru eftir.
Í þessari viku voru vinir yngri systur minnar í heimsókn, þeir eru frá Tékklandi en hún dvaldist í Prag í eitt ár sem skiptinemi. Ekki nóg með að þessir 4 vinir hennar væru hér í viku, þá bættist við 43 manna tékkneskur skátahópur sem gisti í kjallaranum hjá okkur í tvær nætur. Það voru aðrir vinir hennar sem voru í forsvari fyrir honum. Þetta var mikið stuð fyrir utan að tékkanir fengu koddann minn (ég flippaði í gestrisninni) og nú er ég með hálsríg + að mér er illt í eyrunum eftir að reyna að skilja allt sem þeir sögðu.
Eldri systir mín mun gifta sig næsta laugardag og er hlutverk mitt fyrir það brúðkaup að klippa út triljón græn hjörtu til skreytingar. Annað eins dútl er varla til.............það sem maður gerir ekki fyrir þessa ættingja sína.
Menningarnótt var hin besta skemmtun.
Í þessari viku voru vinir yngri systur minnar í heimsókn, þeir eru frá Tékklandi en hún dvaldist í Prag í eitt ár sem skiptinemi. Ekki nóg með að þessir 4 vinir hennar væru hér í viku, þá bættist við 43 manna tékkneskur skátahópur sem gisti í kjallaranum hjá okkur í tvær nætur. Það voru aðrir vinir hennar sem voru í forsvari fyrir honum. Þetta var mikið stuð fyrir utan að tékkanir fengu koddann minn (ég flippaði í gestrisninni) og nú er ég með hálsríg + að mér er illt í eyrunum eftir að reyna að skilja allt sem þeir sögðu.
Eldri systir mín mun gifta sig næsta laugardag og er hlutverk mitt fyrir það brúðkaup að klippa út triljón græn hjörtu til skreytingar. Annað eins dútl er varla til.............það sem maður gerir ekki fyrir þessa ættingja sína.
Menningarnótt var hin besta skemmtun.
02 ágúst 2004
Kæru vinir, ættingjar og aðrir velunnarar
Verslunarmannahelgin fór vel fram hjá mér, á föstudeginum var kíkt út á lífið í bænum með góðri vinkonu. Það byrjaði frekar rólega með klassísku rölti á milli staða en endað í rokki og viskí á 22 sem stóð fram undir mjaltatíma.
Á laugardeginum var brunað á Flúðir með öðrum góðum vinkonum og slegið upp tjaldi. Kvöldið byrjaði á því að spilað var lúdó (þó ekki með Stefáni) sem endaði í hasar því keppnisskapið var mikið og eigandi lúdósins átti það til að "muna" eftir reglum á ólíklegustu tímum :) En smá spil rauf nú ekki vinskapinn og fórum við svo á ball með Lúdó og Stefán á Útlaganum um kvöldið, þar var mikið stuð og mikið dansað ...við setjum tvistinn út.... ég tvistaði fram undir morgun þó aðrir hafi verið farnir fyrr í háttinn vegna hraðdrykkju. Sunnudagurinn fór svo í vinnu.
Helgin fór friðsamlega fram, engin óheppni né heppni átti sér stað aðeins eintóm skemmtun.
Verslunarmannahelgin fór vel fram hjá mér, á föstudeginum var kíkt út á lífið í bænum með góðri vinkonu. Það byrjaði frekar rólega með klassísku rölti á milli staða en endað í rokki og viskí á 22 sem stóð fram undir mjaltatíma.
Á laugardeginum var brunað á Flúðir með öðrum góðum vinkonum og slegið upp tjaldi. Kvöldið byrjaði á því að spilað var lúdó (þó ekki með Stefáni) sem endaði í hasar því keppnisskapið var mikið og eigandi lúdósins átti það til að "muna" eftir reglum á ólíklegustu tímum :) En smá spil rauf nú ekki vinskapinn og fórum við svo á ball með Lúdó og Stefán á Útlaganum um kvöldið, þar var mikið stuð og mikið dansað ...við setjum tvistinn út.... ég tvistaði fram undir morgun þó aðrir hafi verið farnir fyrr í háttinn vegna hraðdrykkju. Sunnudagurinn fór svo í vinnu.
Helgin fór friðsamlega fram, engin óheppni né heppni átti sér stað aðeins eintóm skemmtun.