<$BlogRSDUrl$>

30 maí 2005

Með sumarkomu dregur Kuldaboli sig í hlé en aldrei að vita nema hann skjóti upp kollinum aftur þegar hausta tekur og veður fer kólnandi.

17 maí 2005

Þá er komið að því.....Eurovision!!!! og það tvö kvöld.

Mér leiðist reyndar íslenska lagið, hef fengið það á hausinn nokkru sinnum og verið hálf ruggluð á eftir.

Jana gella í Keflavík hefur boðið til partýs númer 1 þ.e á fimmtudagskvöldið.

Og ég gellan í minnsta húsnæðinu í Reykjavík held partý númer 2 þ.e á laugardagskvöldinu. Ótrúlegt að þetta vinalið mitt sem er alltaf að kaupa sér húsnæði og flytja og flytja getur aldrei haldið partý heldur þarf partýljónið ég að troða öllum inn í svefnherbergisstofueldhúskompuna mína. Partýið hefst þegar sönglagakeppnin hefst og það eru allir velkomnir...sérstaklega hávaxnir og fallegir karlmenn sem mæta berir að ofan og olíubornir með dekk í hægri hendi og smurning á vinstri kinn.

Sumir eiga að koma með blandara með sér.
Allir sem mæta eiga að koma með e-ð eitt snakk með sér, partýútgjöld þurfa að vera í lágmarki hjá mér þennan mánuðinn, einnig sem fólk þarf að koma með sitt eigið bús og djús.
Ég skaffa sæti og sjónvarp ásamt fjöri.

Ég skrifaði heilt viðtal í dag sem hvarf, tölvur eru ekki vinir mínir, en ég er samt suddalega róleg yfir þessu því jú ég veit að þetta er ekki heimsendir, ég skrifa það bara aftur.

11 maí 2005

Mjög gaman í vinnunni en mjög erfitt að sitja heilan dag fyrir framan tölvu, ég hef greinilega meiri hreyfiþörf en ég hélt. Er búin með einbeitinguna fyrir hádegi og þarf þá að þykjast hafa hana restina af deginum. Veit ennþá betur núna að ég á heima í sveit eða í vinnu sem krefst ekki inni- og tölvusetu átta tíma á dag. Þarf ferskt loft og hreyfingu og eiga í sambandi við dýr og menn, ekki tölvuskjá. Ég vona bara að blaðamennska verði meira þannig í framtíðinni að fólk vinnur bara þar sem þar býr... þannig að þá get ég mjólkað á morgnanna og skrifað um miðjan daginn, mjólkað á kvöldin og skrifað á nóttunni. Svo þarf ég vinnufólk til að gera restina af búverkunum...en ég vil gera þau líka.....æi hvað er ég að hugsa, tölvur bulla í hausnum á mér.

Langaði reyndar um daginn að gerast sjómaður í lygnu.

05 maí 2005

Ég er hress og kát
á ekki bát
en er skák og mát

Ég er orðin mikilvæg og merkileg blaðakona á Morgunblaðinu sem strunsar um með upptökutæki og skrifblokk og ræðst að saklausum borgurum þessa lands með von um að þeir segi eitthvað bitastætt. Ég er að hugsa um hvort ég eigi að fara út í persónuleikabreitingar vegna þessa starfs eða halda áfram að hafa mismæli mitt sérsvið ásamt því að aulast svolítið ...........en ætli það sé ekki bara best að ég verði ég sjálf þrátt fyrir skyldleika við Hans klaufa.

Helgin var óbókuð fyrir fimm sekúndum, nú lítur allt út fyrir matarboð og ball....stefni samt ekki að tæplega 13 klst djammi eins og um seinustu helgi. Vísindaferðir ruggla mann alltaf í ríminu, áður en maður veit af hefur hálfur sólarhringur farið í djús og dans.

Jææjjja bless bless

This page is powered by Blogger. Isn't yours?