04 janúar 2006
31 október 2005

Ég get varla beðið eftir að lesa þessa. Búin að panta hana í jólagjöf.
Jón Kalman Stefánsson hefur lengi verið minn uppáhaldsrithöfundur. Ég á allar fyrri bækur hans og skrifaði BA-ritgerðina mína um hann. Mæli með því að þeir sem hafa ekki kíkt á verk hans ennþá geri það sem fyrst.
25 október 2005

Í gær fór ég í kvennagönguna. Þar var mikið af konum en lítið af baráttuhug, flestar bara í skemmtigöngu. En fær fólk vonandi til að hugsa út í jafnrétti.
Annars fór helgin eins og ég óskaði mér, það var lærdómur, gönguferð, bókalestur, nett drykkja og skemmtileg bæjarferð. Og svo fór sunnudagurinn allur í vinnu.
21 október 2005
Það er að koma helgi og ég finn ekki fyrir alkahólistanum í mér, reyndar hef ég ekki fundið fyrir honum í nokkurn tíma. Um seinustu helgi var það bara sveitasælan og núna ætla ég að vera í bænum og langar bara ekki á neitt skrall. Var kannski bara að hugsa um bíó, góða bók, líkamsrækt, vakna snemma, vinna sunnudag, jafnvel læra og fara í góða gönguferð ef veðrið verður sæmilegt.......annars er aldrei að vita hvað verður.