30 september 2004
Ýmislegt ógeðslegt hef ég séð um ævina og fátt af því hefur látið mig fá viðbjóðshroll fyrir utan eitt atvik sem ég varð vitni að rétt á áðan.
Ég var að athuga hvort það væri laus tölva hérna í bókhlöðunni og skimaði yfir tölvusvæðið með von um að einhver væri að fara. Í því sem ég lít yfir hópinn þá treður einn tölvunotandinn sínum eigin putta upp í aðra nösina á sér, rótar smá, dregur hann út, stingur upp í munninn á sér og sleikir það sem þar var á af með miklum sælusvip. Þetta gerðist mjög hratt og því var ég ekki nógu snögg að snúa mér undan, þessi tölvunotandi var ekki fimm ára heldur svona tuttugu og fimm ára furðulegur karlmaður....gæti hafa verið erlendur stúdent. Þennan ósið hélt ég að flestir hefðu aflagt fyrir tíu ára aldur. Sem betur fer þá fór hann ekki frá tölvunni svo ég þurfti ekki að fikra mig áfram á horkámugu lyklaborðina.
Ég er búin að átta mig á afhverju Séð og heyrt menningin blómstrar svona vel á Íslandi. Í seinustu færslu ræði ég háalvarlegt mál þ.e óþverra kaffið í háskólanum. Mál sem skiptir marga miklu máli. EN nei, ég fæ engin viðbrögð við því heldur hafa allir áhuga á með hverjum ég fór í bíó, að kíkja í nærbrækur nágrannans virðist vera íslendingum eðlislegt.
Kaffimálið varðar almenningsheill meðan mitt einkalíf ætti ekki að vekja slíka forvitni. ;)
Ég var að athuga hvort það væri laus tölva hérna í bókhlöðunni og skimaði yfir tölvusvæðið með von um að einhver væri að fara. Í því sem ég lít yfir hópinn þá treður einn tölvunotandinn sínum eigin putta upp í aðra nösina á sér, rótar smá, dregur hann út, stingur upp í munninn á sér og sleikir það sem þar var á af með miklum sælusvip. Þetta gerðist mjög hratt og því var ég ekki nógu snögg að snúa mér undan, þessi tölvunotandi var ekki fimm ára heldur svona tuttugu og fimm ára furðulegur karlmaður....gæti hafa verið erlendur stúdent. Þennan ósið hélt ég að flestir hefðu aflagt fyrir tíu ára aldur. Sem betur fer þá fór hann ekki frá tölvunni svo ég þurfti ekki að fikra mig áfram á horkámugu lyklaborðina.
Ég er búin að átta mig á afhverju Séð og heyrt menningin blómstrar svona vel á Íslandi. Í seinustu færslu ræði ég háalvarlegt mál þ.e óþverra kaffið í háskólanum. Mál sem skiptir marga miklu máli. EN nei, ég fæ engin viðbrögð við því heldur hafa allir áhuga á með hverjum ég fór í bíó, að kíkja í nærbrækur nágrannans virðist vera íslendingum eðlislegt.
Kaffimálið varðar almenningsheill meðan mitt einkalíf ætti ekki að vekja slíka forvitni. ;)
29 september 2004
Ég er nokkuð viss um að þessi djöfulsins Háskóli sé með það á stefnuskránni að fækka menntafólki á Íslandi. Kaffiviðbjóðurinn, sem kaffistofur stúdenta bjóða upp á, er meiri viðbjóður þetta árið en áður. Nú er ég á mínu fjórða ári í skólanum og hef drukkið þetta kaffi allan tímann og virðist sem að þessi kaffiárgangur sé sá versti sem framleiddur hefur verið. Enda hafa forföll í kennslustundir vegna magapínu aldrei verið fleiri en nú. Nokkuð er ég viss um að eitthver eituráhrif séu að safnast upp í líkömum kaffidrykkjunema og muni draga þá til dauða innan fárra ára.
Ég hvet háskólanema til að berjast fyrir bættu kaffi........eða bara berjast fyrir kaffi því ekki er hægt að kalla þennan viðbjóð kaffi.
Fór á Ken Park í bíó í gær, myndin var góð....svolítill viðbjóður en sniðug.
Ég hvet háskólanema til að berjast fyrir bættu kaffi........eða bara berjast fyrir kaffi því ekki er hægt að kalla þennan viðbjóð kaffi.
Fór á Ken Park í bíó í gær, myndin var góð....svolítill viðbjóður en sniðug.
28 september 2004
Er að hugsa hvort ég eigi að gerast heimsforeldri hjá barnahjálp sameinuðu þjóðanna. Fæ smá kvíðahnút við tilhugsunina því ég er viss um að ég klúða því eins og öllu öðru sem snýr að umhyggju við aðra hjá mér.....t,d verð ég örugglega búin að eyða peningunum sem ég ætla börnunum í bækur, bjór eða nammi áður en ég veit af. Ég ætla líka að styrkja Rauða krossinn.
Já og ég ætla að vera góð manneskja og bjarga heiminum og aldrei hugsa ljótt og bjarga heiminum og vera góð við annað fólk og ekki gera grín að því og bjarga heiminum ogogogogogogogogogoogogogoogog..........
Að vera góð og næs er forrit sem gleymdist að prenta inn í mig, stundum reyni ég að segja hausnum á mér að einhver manneskja sé skemmtileg og góð (sem hún auðvitað er) en hausinn móttekur það ekki og lætur mér bara finnast manneskjan leiðinleg. Ég er kaldhæðin og fíla bara kaldhæðni og fæ því ekki breytt. lalala..........ætli ég sé með brenglaða sjálfsmynd.
Vinkona mín heldur því fram að þessi maður sé samkynhneigðu: http://brilliance.nu ég er ekki sammála því enda er hann hinn fullkomni karlmaður í mínum augum......hann gæti nú verið það þrátt fyrir að vera hommi en þá ætti ég ekki jafn mikla möguleika á því að sofa hjá honum og hefði ekki jafn gaman að því að dreyma um hann.
Já og ég ætla að vera góð manneskja og bjarga heiminum og aldrei hugsa ljótt og bjarga heiminum og vera góð við annað fólk og ekki gera grín að því og bjarga heiminum ogogogogogogogogogoogogogoogog..........
Að vera góð og næs er forrit sem gleymdist að prenta inn í mig, stundum reyni ég að segja hausnum á mér að einhver manneskja sé skemmtileg og góð (sem hún auðvitað er) en hausinn móttekur það ekki og lætur mér bara finnast manneskjan leiðinleg. Ég er kaldhæðin og fíla bara kaldhæðni og fæ því ekki breytt. lalala..........ætli ég sé með brenglaða sjálfsmynd.
Vinkona mín heldur því fram að þessi maður sé samkynhneigðu: http://brilliance.nu ég er ekki sammála því enda er hann hinn fullkomni karlmaður í mínum augum......hann gæti nú verið það þrátt fyrir að vera hommi en þá ætti ég ekki jafn mikla möguleika á því að sofa hjá honum og hefði ekki jafn gaman að því að dreyma um hann.
27 september 2004
Helgin fór á aðra leið en ætlað var.
Föstudegi og laugardegi var eytt í sveitasælu við að knúsa kálfa og elta bandbrjáluð hross sem létu mig fá hlaupasting.
Auglýsing föstudagsfærslunnar gerði gagn og ein góð vinkona gaf sig fram til samdrykkju á laugardagskvöldinu. Kvöldið byrjaði vel, við opnuðum rauðvínsflösku og spiluðum kotru. Vinkonan hafði ekki spilað þetta áður og var því lítill hasar í leiknum, meðan hún sat sveitt við að reyna að vinna mig þá sat ég sveitt við að drekka rauðvínið. Þegar dálítill roði hafði færst í kinnar okkar þá var gellugríman sett upp og skundað á Ölstofuna, þar fengum við sæti og ætluðum bara að stoppa stutt því við vorum búnar að ákveða að vera bara úti til kl svona tvö, þrjú. En ekki vorum við búnar að sitja lengi þegar hópur karlmanna fór að reyna að ná tali af okkur og áður en við vissum af þá voru allir auðu stólarnir við borðið okkar fullsetnir af gullfallegum mönnum NAMM NAMM :) Þetta er held ég í fyrsta skipti sem ég fer út og þarf ekki að kaupa mér einn drykk sjálf......sem gerði það að verkum að ég varð aðeins drukknari en áætlað var. Málbeinið liðkaðist hjá mér og sátum við að kjafti langt fram eftir nóttu, við dömurnar böðuðum okkur í athygli og svei mér þá ef ég dró ekki fram eitthverja daðurtakta.
Þið sem sjáið fyrir ykkur að kvöldið hafi endað í kynlífssukki......sorry.......við vorum dömur þetta kvöld, ekki druslur.
Föstudegi og laugardegi var eytt í sveitasælu við að knúsa kálfa og elta bandbrjáluð hross sem létu mig fá hlaupasting.
Auglýsing föstudagsfærslunnar gerði gagn og ein góð vinkona gaf sig fram til samdrykkju á laugardagskvöldinu. Kvöldið byrjaði vel, við opnuðum rauðvínsflösku og spiluðum kotru. Vinkonan hafði ekki spilað þetta áður og var því lítill hasar í leiknum, meðan hún sat sveitt við að reyna að vinna mig þá sat ég sveitt við að drekka rauðvínið. Þegar dálítill roði hafði færst í kinnar okkar þá var gellugríman sett upp og skundað á Ölstofuna, þar fengum við sæti og ætluðum bara að stoppa stutt því við vorum búnar að ákveða að vera bara úti til kl svona tvö, þrjú. En ekki vorum við búnar að sitja lengi þegar hópur karlmanna fór að reyna að ná tali af okkur og áður en við vissum af þá voru allir auðu stólarnir við borðið okkar fullsetnir af gullfallegum mönnum NAMM NAMM :) Þetta er held ég í fyrsta skipti sem ég fer út og þarf ekki að kaupa mér einn drykk sjálf......sem gerði það að verkum að ég varð aðeins drukknari en áætlað var. Málbeinið liðkaðist hjá mér og sátum við að kjafti langt fram eftir nóttu, við dömurnar böðuðum okkur í athygli og svei mér þá ef ég dró ekki fram eitthverja daðurtakta.
Þið sem sjáið fyrir ykkur að kvöldið hafi endað í kynlífssukki......sorry.......við vorum dömur þetta kvöld, ekki druslur.
24 september 2004
OK nú erum við að tala um Alias og CSI.
Báðir þættirnir eru mjög óraunverulegir en skemmtilegir. Ég fíla Alias í botn og langar núna að verða svona gáfuð súperskutlukona sem vinnur við að bjarga heiminum.
Þetta nám er að gera út af við mig, t.d sé ég ekki fram á að geta bragðað áfengi um helgina og hvað þá tekið dansspor. Það eru endalaus verkefni sem þarf að vinna og endalausar bækur sem þarf að lesa, heilinn á mér fær aldrei frí. Ég þoli ekki áfanga sem heitir Málfar og stíll, reyndar er kennarinn frábær en námsefnið er leiðinlegt. Ég hef jafn mikið óþol fyrir málfræði og stærðfræði, líklega er það vegna þess að ég er og hef alltaf verið léleg í þeim námsgreinum.
Ég gæti nú samt hugsað mér að kíkja e-ð út annað kvöld ef einhver býður sig fram og þá erum við bara að tala um kaffihús og eitt hvítvínsglas HALLÓ HALLÓ!!! :)
Það er rigning og rok.
Báðir þættirnir eru mjög óraunverulegir en skemmtilegir. Ég fíla Alias í botn og langar núna að verða svona gáfuð súperskutlukona sem vinnur við að bjarga heiminum.
Þetta nám er að gera út af við mig, t.d sé ég ekki fram á að geta bragðað áfengi um helgina og hvað þá tekið dansspor. Það eru endalaus verkefni sem þarf að vinna og endalausar bækur sem þarf að lesa, heilinn á mér fær aldrei frí. Ég þoli ekki áfanga sem heitir Málfar og stíll, reyndar er kennarinn frábær en námsefnið er leiðinlegt. Ég hef jafn mikið óþol fyrir málfræði og stærðfræði, líklega er það vegna þess að ég er og hef alltaf verið léleg í þeim námsgreinum.
Ég gæti nú samt hugsað mér að kíkja e-ð út annað kvöld ef einhver býður sig fram og þá erum við bara að tala um kaffihús og eitt hvítvínsglas HALLÓ HALLÓ!!! :)
Það er rigning og rok.
23 september 2004
Það sem ég segi er.....
The L-Word
Þegar ég horfði á Beðmál í borginni langaði mér að lifa lífi eins og þær dömur, vaða í karlmönnum, vera alltaf í flottum fötum, eiga tonn af skóm og hafa endalausan tíma og peninga fyrir kaffihúsahangs.
Þegar ég horfi á The L-Word langar mig líka til að lifa eins lífi og þær, sem gerir það að verkum að ég er farin að efast um kynhneigð mína. Þátturinn í gær var t.d stúdfullur af mjög erótískum senum.....reyndar þótt mér hafi fundist þetta töff senur þá hef ég ekki ennþá fundið löngun hjá mér til að snerta kvennmannsbrjóst (nema þá mitt eigið), einnig fæ ég viðbjóðshroll við tilhugsunina um að þurfa að snerta e-ð annað á kvennmanni.
Sjáið hvað sjónvarp getur rugglað mann mikið í ríminu, einn lessudónaþáttur nær næstum því að umturna lífi mínu.......sem betur fer hef ég smá rökhugsun HA! :) Eða sjáum til hvar ég verð þegar hætt verður að sýna þættina, kannski verð ég komin með meirapróf og orðinn skemmtanastjóri á Jóni Forseta.
The L-Word
Þegar ég horfði á Beðmál í borginni langaði mér að lifa lífi eins og þær dömur, vaða í karlmönnum, vera alltaf í flottum fötum, eiga tonn af skóm og hafa endalausan tíma og peninga fyrir kaffihúsahangs.
Þegar ég horfi á The L-Word langar mig líka til að lifa eins lífi og þær, sem gerir það að verkum að ég er farin að efast um kynhneigð mína. Þátturinn í gær var t.d stúdfullur af mjög erótískum senum.....reyndar þótt mér hafi fundist þetta töff senur þá hef ég ekki ennþá fundið löngun hjá mér til að snerta kvennmannsbrjóst (nema þá mitt eigið), einnig fæ ég viðbjóðshroll við tilhugsunina um að þurfa að snerta e-ð annað á kvennmanni.
Sjáið hvað sjónvarp getur rugglað mann mikið í ríminu, einn lessudónaþáttur nær næstum því að umturna lífi mínu.......sem betur fer hef ég smá rökhugsun HA! :) Eða sjáum til hvar ég verð þegar hætt verður að sýna þættina, kannski verð ég komin með meirapróf og orðinn skemmtanastjóri á Jóni Forseta.
22 september 2004
Hitastillingin í mér er endanlega farin, í morgun klæddi ég mig eins og það væri mínus 20 stiga kuldi/hiti úti og nú þarf ég að burðast með þessi föt út um allan skóla.....því auðvitað var mér orðið sjóðheitt eftir þetta nokkra metra labb í skólann.
Sá að það var að koma út kennslubók í daðri, er að hugsa um að kaupa hana en veit ekki alveg hvort það sé nokkur möguleiki á að ég geti breytt þessari trjádrumbaframkomu minni nokkuð. Einnig gæti ég tekið nokkra kennslutíma hjá góðri vinkonu minni sem er snillingur á daðursviðinu :)
Ætli að það sé tenging á milli þess að ég geti ekki daðrað og að mér er oft kalt? Kannski er ég bara frosin á líkama og sál.
Er að hugsa um að setja af stað herferð gegn erlendum stúdentum við HÍ, einn þeirra kom mér í vandræðaleg vandræði um daginn og nú þarf ég að mæta honum í skólanum. Ég gekk meira að segja svo langt einn daginn að taka á mig krók út úr einni byggingu háskólans til að forðast það að mæta honum og svo mætti ég honum óvænt í morgun og þurfti að brosa kurteislega til hans....hata svoleiðis. Þessir útlendingar gera sér enga grein fyrir óskrifuðum samskiptareglum okkar íslendinga og halda að hér sé allt eins og í þeirra heimalandi. Bull og vitleysa.
Sá að það var að koma út kennslubók í daðri, er að hugsa um að kaupa hana en veit ekki alveg hvort það sé nokkur möguleiki á að ég geti breytt þessari trjádrumbaframkomu minni nokkuð. Einnig gæti ég tekið nokkra kennslutíma hjá góðri vinkonu minni sem er snillingur á daðursviðinu :)
Ætli að það sé tenging á milli þess að ég geti ekki daðrað og að mér er oft kalt? Kannski er ég bara frosin á líkama og sál.
Er að hugsa um að setja af stað herferð gegn erlendum stúdentum við HÍ, einn þeirra kom mér í vandræðaleg vandræði um daginn og nú þarf ég að mæta honum í skólanum. Ég gekk meira að segja svo langt einn daginn að taka á mig krók út úr einni byggingu háskólans til að forðast það að mæta honum og svo mætti ég honum óvænt í morgun og þurfti að brosa kurteislega til hans....hata svoleiðis. Þessir útlendingar gera sér enga grein fyrir óskrifuðum samskiptareglum okkar íslendinga og halda að hér sé allt eins og í þeirra heimalandi. Bull og vitleysa.
20 september 2004
Ég held að stúlkurnar, hér við hliðina á mér í tölvustofunni, haldi að ég sé erlendur stúdent.
Þær blaðra stanslaust um sitt einkalíf án þess að hafa áhyggju af því að ég heyri allt. Önnur þeirra fékk hræðilega fæðingahríðir við seinustu barneign, hin á ömulegan nágranna, þær eru báðar búnar að fá nóg af vinnunni sinni og baktöluðu örugglega alla sem þær þekkja. Hámarkið var samt þegar ein lýsti sínum frábæra karli fyrir hinni, hann nefnilega vaknar alveg til jafns við hana á næturnar ef barnið grætur.........alveg frábær karl ha? Er þetta ekki alveg sjálfsagt, gera þetta ekki allir menn??? Ég var reyndar ekki vitni að neinum stórkostlegum leyndarmálum, hvorug með klamendíu og svona. (ég vildi ekki hlusta en komst ekki hjá því)
Helgin var fín, fór á ráðstefnu = sofnaði þar, fór á djammið = höslaði ekki þrátt fyrir að vera meka gella, át fullt af nammi = fékk í magann, fór í bíó á The Terminal= léleg mynd með of mikið af lélegum húmor og amerískum klisjum.
Þær blaðra stanslaust um sitt einkalíf án þess að hafa áhyggju af því að ég heyri allt. Önnur þeirra fékk hræðilega fæðingahríðir við seinustu barneign, hin á ömulegan nágranna, þær eru báðar búnar að fá nóg af vinnunni sinni og baktöluðu örugglega alla sem þær þekkja. Hámarkið var samt þegar ein lýsti sínum frábæra karli fyrir hinni, hann nefnilega vaknar alveg til jafns við hana á næturnar ef barnið grætur.........alveg frábær karl ha? Er þetta ekki alveg sjálfsagt, gera þetta ekki allir menn??? Ég var reyndar ekki vitni að neinum stórkostlegum leyndarmálum, hvorug með klamendíu og svona. (ég vildi ekki hlusta en komst ekki hjá því)
Helgin var fín, fór á ráðstefnu = sofnaði þar, fór á djammið = höslaði ekki þrátt fyrir að vera meka gella, át fullt af nammi = fékk í magann, fór í bíó á The Terminal= léleg mynd með of mikið af lélegum húmor og amerískum klisjum.
16 september 2004
Hversvegna eiga þjóðarbókhlöðumótmælin að vera fyrir utan bygginguna eftir lokun???
Þjónar það tilgangi??
Ég hefði frekar skipulagt mótmælin inn í byggingunni, látið nemendur setjast við öll borð og neita að fara út eftir lokun....sagt nemendum að byrgja sig upp af nesti og sita inn í bókhlöðu alla nóttina.
Það er áhrifaríkara en að mótmæla fyrir utan byggingu eftir lokun, það er svolítið eins og að taka tillit til starfsfólks eða e-ð.....allt of lint.
Hvar er blóðhitinn og harkan?
Ég ætla kannski að mótmæla smá.....en veit varla hvort ég vil láta bendla mig við svona aumingjamótmæli. En ég skal mæta fyrst ef það verða setumótmæli inn í bókhlöðu eftir lokun
einhvern daginn.
Þjónar það tilgangi??
Ég hefði frekar skipulagt mótmælin inn í byggingunni, látið nemendur setjast við öll borð og neita að fara út eftir lokun....sagt nemendum að byrgja sig upp af nesti og sita inn í bókhlöðu alla nóttina.
Það er áhrifaríkara en að mótmæla fyrir utan byggingu eftir lokun, það er svolítið eins og að taka tillit til starfsfólks eða e-ð.....allt of lint.
Hvar er blóðhitinn og harkan?
Ég ætla kannski að mótmæla smá.....en veit varla hvort ég vil láta bendla mig við svona aumingjamótmæli. En ég skal mæta fyrst ef það verða setumótmæli inn í bókhlöðu eftir lokun
einhvern daginn.
15 september 2004
Ég fór í bíó í gær á Before sunset, hún er "framhald " af myndinni Before sunrise sem kom út fyrir níu árum. Þessi mynd brást ekki vonum mínum frekar en fyrri myndin. Það er sjaldan sem heil mynd sem byggist aðeins á samræðum og samveru tveggja persóna gangi upp en í þessum myndum gerist það. Þetta er raunveruleg mynd með eðlilegum leikurum og gerist við eðlilegar aðstæður. Ethan Hawke og Julie Delpy eru frábær og ná mjög vel saman, það er áþreifanlegur blossi á milli þeirra.
Það voru líka góðar aðstæður í bíó í gær til að lifa sig inn í mynd, ég fór ein og það voru aðeins sex aðrir í salnum og þeir héldu kjafti allan tímann, voru ekki með brakpoka né kveikt á farsímum.
Hver fann upp nóakropp?? Þá manneskju ætti ég að kæra fyrir að stuðla að vaxandi mittismáli hjá mér. Þetta er eins og áfengi fyrir alkana, ég get ekki hætt ef ég fæ mér nokkur kropp, ég stoppa ekki fyrr en ég er búin með allan helvítis pokann.................og þá fer ég út í búð og kaupi mér annan.
Plön næstu helgar um áfengi, djamm og karlmenn er farið út um þúfur, í staðin er komin ráðstefna um alþjóðavæðingu í Norrænahúsinu.....asssskotin.
Það voru líka góðar aðstæður í bíó í gær til að lifa sig inn í mynd, ég fór ein og það voru aðeins sex aðrir í salnum og þeir héldu kjafti allan tímann, voru ekki með brakpoka né kveikt á farsímum.
Hver fann upp nóakropp?? Þá manneskju ætti ég að kæra fyrir að stuðla að vaxandi mittismáli hjá mér. Þetta er eins og áfengi fyrir alkana, ég get ekki hætt ef ég fæ mér nokkur kropp, ég stoppa ekki fyrr en ég er búin með allan helvítis pokann.................og þá fer ég út í búð og kaupi mér annan.
Plön næstu helgar um áfengi, djamm og karlmenn er farið út um þúfur, í staðin er komin ráðstefna um alþjóðavæðingu í Norrænahúsinu.....asssskotin.
14 september 2004
Gleymdu aldrei að þú getur lagt þitt af mörkum til að bæta ástandið í heimi þessum.
Þetta var eitt af því merkilega sem stóð í stjörnuspá dagsins í dag fyrir sporðdreka.
Þetta finnst mér gott að heyra því ég hef alltaf haft það að markmiði að bjarga heiminum.
Ég var nú orðin heldur vonlaus með að það myndi takast en þessi orð kveiktu neistann...... held ég taki upp þráðinn við Supermann aftur.
Ég bjó til besta túnfisksalat í heimi í gær. Bróðir minn segir mig túnfisksalatsnilling........ kannski segir hann þetta bara til að ég búi alltaf til túnfisksalat þegar hann kemur í heimsókn.......... en mikið er þetta nú annars gott salat, mig hlakkaði svo til að borða túnfisksamlokuna mína, sem ég tók með í nesti í skólann, að ég sprakk á þolinmæðinni (enda truflaði hugsunin um samlokuna einbeitinguna í kennslustundum) og át hana fyrir hádegi....................held að túnfisksalat sé það eina sem mér tekst sæmilega upp með í eldhúsinu.
Hvað kemur orðið "túnfisksalat" oft fyrir í ofangreindri málsgrein?
Held ég fari að skrifa meira um þjóðmálin á næstunni, þarf að fylgjast svo mikið með fréttum að ég er komin með skoðun á öllu.
Þetta var eitt af því merkilega sem stóð í stjörnuspá dagsins í dag fyrir sporðdreka.
Þetta finnst mér gott að heyra því ég hef alltaf haft það að markmiði að bjarga heiminum.
Ég var nú orðin heldur vonlaus með að það myndi takast en þessi orð kveiktu neistann...... held ég taki upp þráðinn við Supermann aftur.
Ég bjó til besta túnfisksalat í heimi í gær. Bróðir minn segir mig túnfisksalatsnilling........ kannski segir hann þetta bara til að ég búi alltaf til túnfisksalat þegar hann kemur í heimsókn.......... en mikið er þetta nú annars gott salat, mig hlakkaði svo til að borða túnfisksamlokuna mína, sem ég tók með í nesti í skólann, að ég sprakk á þolinmæðinni (enda truflaði hugsunin um samlokuna einbeitinguna í kennslustundum) og át hana fyrir hádegi....................held að túnfisksalat sé það eina sem mér tekst sæmilega upp með í eldhúsinu.
Hvað kemur orðið "túnfisksalat" oft fyrir í ofangreindri málsgrein?
Held ég fari að skrifa meira um þjóðmálin á næstunni, þarf að fylgjast svo mikið með fréttum að ég er komin með skoðun á öllu.
13 september 2004
Jæja
þá er ég komin aftur til byggða.
Fjallferðin var dásamleg og mæti ég í höfuðborgina sem ný manneskja.
Við fengum rigningu, þoku og él á okkur í smalamennskunni en þrátt fyrir það allt var veðrið gott og kindurnar rákust vel. Í leitarmannakofunum var sungið og drukkið á kvöldin en allt í góðu hófi því menn þurfa að vera komnir á fætur fyrir 6 á morgnanna.
Þrátt fyrir langannnnnn föstudag þá fór ég á réttarball með Pöpunum í Árnesi þá um kvöldið og þvílíkt stuð.....en bara svolítið heitt. Ég fékk þriggja tíma svefn þá um nóttina og vaknaði eldspræk í Skeiðaréttir á laugardagsmorgninum. Þar voru færri kindur en vanalega en meira af fólki, góðar heimtur voru af fjalli. Svo endaði fjallferðin með að ég reið fjallhestunum heim og tók það um 5 kls og kom ég á réttum tíma í kjötsúpuna heima.....þá var nú orðin lítil orka eftir til að fara á Hestakrána og skriðið beint í bólið.
Nú er ég komin í bæinn og skólinn tekinn við, ég verð örugglega alla vikuna að ná mér niður á jörðina eftir þetta ævintýri og allan mánuðinn að ná upp því sem ég er komin eftir á í náminu.
P.S hvar eru allir sætu strákarnir??? þeir voru ekki á réttarballinu og eru ekki í skólanum.
þá er ég komin aftur til byggða.
Fjallferðin var dásamleg og mæti ég í höfuðborgina sem ný manneskja.
Við fengum rigningu, þoku og él á okkur í smalamennskunni en þrátt fyrir það allt var veðrið gott og kindurnar rákust vel. Í leitarmannakofunum var sungið og drukkið á kvöldin en allt í góðu hófi því menn þurfa að vera komnir á fætur fyrir 6 á morgnanna.
Þrátt fyrir langannnnnn föstudag þá fór ég á réttarball með Pöpunum í Árnesi þá um kvöldið og þvílíkt stuð.....en bara svolítið heitt. Ég fékk þriggja tíma svefn þá um nóttina og vaknaði eldspræk í Skeiðaréttir á laugardagsmorgninum. Þar voru færri kindur en vanalega en meira af fólki, góðar heimtur voru af fjalli. Svo endaði fjallferðin með að ég reið fjallhestunum heim og tók það um 5 kls og kom ég á réttum tíma í kjötsúpuna heima.....þá var nú orðin lítil orka eftir til að fara á Hestakrána og skriðið beint í bólið.
Nú er ég komin í bæinn og skólinn tekinn við, ég verð örugglega alla vikuna að ná mér niður á jörðina eftir þetta ævintýri og allan mánuðinn að ná upp því sem ég er komin eftir á í náminu.
P.S hvar eru allir sætu strákarnir??? þeir voru ekki á réttarballinu og eru ekki í skólanum.
02 september 2004
Málfar og stíll JJJuuukkkk
vinnu og siðareglur blaðamanna JJJuuuujkkkkkk
Alþjóðastjórnmál JJUKKKKKKKKkkkkkkkkkkkkkkkkk
HVAÐ ER ÉG AÐ GERA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Held ég geti ekki bjargað heiminum eftir þetta nám.
Hvers vegna er ég ekki fyrir löngu búin að kaupa mér jörð í tómlegum dal á fáförnu svæði á íslandi. Ég meika ekki meira svona akademísk krapp..........komin með viðbjóð á fólki sem veit allt og skilur allt. Annars virðist þetta nám drullu spennandi svo ég neyðist víst til að klára það eftir allt saman. Ég kaupi mér þá bara jörð eftir tvö ár þegar ég verð orðin alvitur eins og allir hinir.
Kannski fjallferðin fullnægi frelsisþránni í svolítinn tíma..........fátt sem toppar það. Fjallmenn sem fara lengst eru lagðir af stað, ég hitti þá næsta þriðjudag. Brósi leggur af stað á laugardaginn og ég á mánudaginn.
Best að fara og eyða meiri pening í þessar helvítis skólabækur.
Lifið heil.
vinnu og siðareglur blaðamanna JJJuuuujkkkkkk
Alþjóðastjórnmál JJUKKKKKKKKkkkkkkkkkkkkkkkkk
HVAÐ ER ÉG AÐ GERA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Held ég geti ekki bjargað heiminum eftir þetta nám.
Hvers vegna er ég ekki fyrir löngu búin að kaupa mér jörð í tómlegum dal á fáförnu svæði á íslandi. Ég meika ekki meira svona akademísk krapp..........komin með viðbjóð á fólki sem veit allt og skilur allt. Annars virðist þetta nám drullu spennandi svo ég neyðist víst til að klára það eftir allt saman. Ég kaupi mér þá bara jörð eftir tvö ár þegar ég verð orðin alvitur eins og allir hinir.
Kannski fjallferðin fullnægi frelsisþránni í svolítinn tíma..........fátt sem toppar það. Fjallmenn sem fara lengst eru lagðir af stað, ég hitti þá næsta þriðjudag. Brósi leggur af stað á laugardaginn og ég á mánudaginn.
Best að fara og eyða meiri pening í þessar helvítis skólabækur.
Lifið heil.