29 október 2004
Get ég þetta?
Labbaði óvart inn í Bónus á áðan og sá þar á tilboði RISA Nóakroppspoka. Það þarf ekki að spyrja að leikslokum, nú er mér illt í maganum.
Mótmælti í gær á Arnarhóli. Gamla klisjan "Þú varst í stuttu pilsi og getur því kennt þér sjálfri um að hafa verið nauðgað" virðist hafa verið lífguð við í formi "Þú reittir manninn þinn til reiði og getur því sjálfri þér um kennt að hafa verið barin". Hvar er réttlætið?
Fyrirlestur í gærkvöldi. Stríðsfréttamaðurinn Tim Judah var áhugaverður, hann verður aldrei alvarlega hræddur....harðjaxl sem leit ekki út fyrir að vera það.
Sá alvarlegi atburður átti sér stað í gærkvöldi að ég missti af Alias. Var búin að stilla vídeóið og alles en e-ð klikkaði og það tók ekkert upp...sorglegt já!
Labbaði óvart inn í Bónus á áðan og sá þar á tilboði RISA Nóakroppspoka. Það þarf ekki að spyrja að leikslokum, nú er mér illt í maganum.
Mótmælti í gær á Arnarhóli. Gamla klisjan "Þú varst í stuttu pilsi og getur því kennt þér sjálfri um að hafa verið nauðgað" virðist hafa verið lífguð við í formi "Þú reittir manninn þinn til reiði og getur því sjálfri þér um kennt að hafa verið barin". Hvar er réttlætið?
Fyrirlestur í gærkvöldi. Stríðsfréttamaðurinn Tim Judah var áhugaverður, hann verður aldrei alvarlega hræddur....harðjaxl sem leit ekki út fyrir að vera það.
Sá alvarlegi atburður átti sér stað í gærkvöldi að ég missti af Alias. Var búin að stilla vídeóið og alles en e-ð klikkaði og það tók ekkert upp...sorglegt já!
28 október 2004
Ætli Bush hafi látið einhvern frænda sinn stela utankjörseðlaatkvæðunum í Flórida? Og nú sé frændinn að sortera atkvæðin í Bush og Kerry og svo koma bara Bush atkvæðin í leitirnar rétt fyrir kosningar.
En í alvörunni þá spyr maður sig hvernig þetta getur gerst í eins tækniþróuðu landi og Bandaríkjunum þar sem rafræna augað er allstaðar. Ég finn skítalykt af þessu máli.
Í ljós hefur komið að bandaríkjamenn vilja frekar fá sér bjór með Bush en Kerry....verst að Bush er AA maður og drekkur þar af leiðandi ekki bjór. En talið er að Bush sigri kosningarnar m.a út af þessu, heimamönnum finnst hann vinsamlegri en Kerry, svona meira eins og frændi eða nágranni. Svo myndi hann líklega ekki ógna þeim með gáfulegum samræðum yfir bjórnum.
Ljótt er það, helgin er nálæg og ég er ekki pöntuð eða boðin neitt...kannski alkahól Alli fái bara frí um helgina. Reyndar er ég að fara á Úlfhamssögu í Hafnafjarðarleikhúsinu á föstudaginn, er svolítið spennt fyrir því leikverki sérstaklega þar sem einn af mínum uppáhalds fyrrverandi kennurum kom að leikgerð verksins. Brósi þarf að fara út af náminu og ég ákvað að skella mér bara með honum...við erum svo sérlega samrýnd systkini.
Ýmislegt gerjast í hausnum á mér þessa dagana, hann er óvenju virkur. Það er m.a blaðagrein, mótmæli, fyrirlestur, ritgerð, smásaga, skáldsaga, ljóð ofl. Vildi óska að ég væri súperkona í þröngum latexgalla með skikkju og svipu.........hhhhemmm ætli þetta séu duldir kynórar.
En í alvörunni þá spyr maður sig hvernig þetta getur gerst í eins tækniþróuðu landi og Bandaríkjunum þar sem rafræna augað er allstaðar. Ég finn skítalykt af þessu máli.
Í ljós hefur komið að bandaríkjamenn vilja frekar fá sér bjór með Bush en Kerry....verst að Bush er AA maður og drekkur þar af leiðandi ekki bjór. En talið er að Bush sigri kosningarnar m.a út af þessu, heimamönnum finnst hann vinsamlegri en Kerry, svona meira eins og frændi eða nágranni. Svo myndi hann líklega ekki ógna þeim með gáfulegum samræðum yfir bjórnum.
Ljótt er það, helgin er nálæg og ég er ekki pöntuð eða boðin neitt...kannski alkahól Alli fái bara frí um helgina. Reyndar er ég að fara á Úlfhamssögu í Hafnafjarðarleikhúsinu á föstudaginn, er svolítið spennt fyrir því leikverki sérstaklega þar sem einn af mínum uppáhalds fyrrverandi kennurum kom að leikgerð verksins. Brósi þarf að fara út af náminu og ég ákvað að skella mér bara með honum...við erum svo sérlega samrýnd systkini.
Ýmislegt gerjast í hausnum á mér þessa dagana, hann er óvenju virkur. Það er m.a blaðagrein, mótmæli, fyrirlestur, ritgerð, smásaga, skáldsaga, ljóð ofl. Vildi óska að ég væri súperkona í þröngum latexgalla með skikkju og svipu.........hhhhemmm ætli þetta séu duldir kynórar.
27 október 2004
Jæja dauðaáhyggjur mínar eru liðnar hjá....efast um að einhver geðsjúklingur vilji eyða sprengiefninu sínu á Ísland, hann vill örugglega frekar nota það á Bandaríkin.
Í gærkvöldi var ég umkringd karlhormónalykt.......nei það var ekki eins og þú ert að hugsa! heldur þá er sagan þannig að ég fór í bíó ásamt tveimur vinkonum mínum. Við sáum myndina The Manchurian Candidate sem er ekki nógu góð. En bíósalurinn var svo fullur af fólki þegar við komum að það var annað hvort fyrir okkur að setjast á fremsta bekk eða sitja ekki saman. Þær tvær fundu sér sæti saman á einum stað en ég fórnaði mér og tróðst í sæti sem var eitt laust á milli tveggja karla....reyndar var allt bíóið fullt af körlum.
Maðurinn sem sat mér á vinstri hönd var mjög fyrirferðamikill (feitur) og tók sitt pláss og svo angaði hann af olíulykt + karlalykt + rakspíralykt, ég reiknaði með að hann væri bifvélavirki. Maðurinn mér á hægri hönd var frekar aldraður og visinn og hann angaði af gamalmennalykt + gömlu karla rakspíralykt, ég reiknaði með að hann væri vistmaður á elliheimili.
Ég lét mjög lítið fyrir mér fara þarna á milli þeirra og sat bein í baki með fætur saman alla myndina.....hvorugur þeirra reyndi að káfa á mér. (ekki það að ég hafi búist við því en datt það bara svona í hug).
Í gærkvöldi var ég umkringd karlhormónalykt.......nei það var ekki eins og þú ert að hugsa! heldur þá er sagan þannig að ég fór í bíó ásamt tveimur vinkonum mínum. Við sáum myndina The Manchurian Candidate sem er ekki nógu góð. En bíósalurinn var svo fullur af fólki þegar við komum að það var annað hvort fyrir okkur að setjast á fremsta bekk eða sitja ekki saman. Þær tvær fundu sér sæti saman á einum stað en ég fórnaði mér og tróðst í sæti sem var eitt laust á milli tveggja karla....reyndar var allt bíóið fullt af körlum.
Maðurinn sem sat mér á vinstri hönd var mjög fyrirferðamikill (feitur) og tók sitt pláss og svo angaði hann af olíulykt + karlalykt + rakspíralykt, ég reiknaði með að hann væri bifvélavirki. Maðurinn mér á hægri hönd var frekar aldraður og visinn og hann angaði af gamalmennalykt + gömlu karla rakspíralykt, ég reiknaði með að hann væri vistmaður á elliheimili.
Ég lét mjög lítið fyrir mér fara þarna á milli þeirra og sat bein í baki með fætur saman alla myndina.....hvorugur þeirra reyndi að káfa á mér. (ekki það að ég hafi búist við því en datt það bara svona í hug).
26 október 2004
Ég held að sniðugheit mín séu á undanhaldi.
Eftir að það kom í ljós að þessi sprengiefni voru horfin í Írak þá hefur óttinn sest að í hjarta mér. Þetta voru 380 tonn af efni sem notað er til að sprengja byggingar, sprengja kjarnorkusprengjur og búa til sprengjuodda....hver veit hvaða geðsjúklingur er með þetta undir höndum, honum gæti dottið í hug að skella smá á Ísland og þá þarf ekki að spyrja um hvað yrði um okkur. Þessir hörðu og fallegu víkingar yrðu aðeins að örsmáum blóð og tægju klessum á niðursprengdu landinu.
Prófið að segja orðið "Sprengja" hratt og skýrt nokkru sinnum...maður frussar svolítið sko!!
En áður en sprengjan lendir hér þá hef ég pantað að fá að verða ástfangin, get ekki hugsað mér að deyja án þess að hafa einu sinni orðið ástfangin. Held ég hafi prófað allan tilfinningarskalan fyrir utan það. Ekki að ég sé að óttast að ég verði það ekki í fjarlægri framtíð en ef ég dey á morgun þá mun ég deyja án þess að hafa prófað það...sorglegt já. Reyndar er ég ástfangin af Jude Law en hann telst ekki með. Hann er ekki í seilingarfjarlægð og ég á ekki séns því ég er ekki ljóshærð með stór brjóst og sílikonrass eins og núverandi daman hans....svei og svei.................mmmmmmmmmmmmmmm það var nú einn að labba hingað inn í tölvuverið sem ég gæti nú alveg hugsað mér að verða ástfangin af, farin að vinna í því. Bless
Eftir að það kom í ljós að þessi sprengiefni voru horfin í Írak þá hefur óttinn sest að í hjarta mér. Þetta voru 380 tonn af efni sem notað er til að sprengja byggingar, sprengja kjarnorkusprengjur og búa til sprengjuodda....hver veit hvaða geðsjúklingur er með þetta undir höndum, honum gæti dottið í hug að skella smá á Ísland og þá þarf ekki að spyrja um hvað yrði um okkur. Þessir hörðu og fallegu víkingar yrðu aðeins að örsmáum blóð og tægju klessum á niðursprengdu landinu.
Prófið að segja orðið "Sprengja" hratt og skýrt nokkru sinnum...maður frussar svolítið sko!!
En áður en sprengjan lendir hér þá hef ég pantað að fá að verða ástfangin, get ekki hugsað mér að deyja án þess að hafa einu sinni orðið ástfangin. Held ég hafi prófað allan tilfinningarskalan fyrir utan það. Ekki að ég sé að óttast að ég verði það ekki í fjarlægri framtíð en ef ég dey á morgun þá mun ég deyja án þess að hafa prófað það...sorglegt já. Reyndar er ég ástfangin af Jude Law en hann telst ekki með. Hann er ekki í seilingarfjarlægð og ég á ekki séns því ég er ekki ljóshærð með stór brjóst og sílikonrass eins og núverandi daman hans....svei og svei.................mmmmmmmmmmmmmmm það var nú einn að labba hingað inn í tölvuverið sem ég gæti nú alveg hugsað mér að verða ástfangin af, farin að vinna í því. Bless
24 október 2004
Rökræddi við stúlku um daginn sem er á því að ef hundur bítur manneskju þá sé ekki réttlætanlegt að drepa hann. Henni finnst það vera grimmd gagnvart saklausu dýri, hún líkti því saman að ef maður drepur mann þá er morðinginn oftast ekki drepinn fyrir það heldur fær bara refsingu í fangelsi.
Henni finnst að ef það á að drepa dýr fyrir að sýna mönnum grimmd þá eigi líka að drepa menn fyrir að sýna öðrum mönnum grimmd. Ég tók dæmi um hund sem beit barn illa í andlitið og eigandinn lét drepa hundinn strax. Það fannst mér rétt því hver veit hvað þessi hundur getur gert næst ef hann er ekki drepinn, henni fannst þetta rangt. Ég sagði að maður gæti alltaf fengið sér nýjan hund en ekki nýtt barn, en hún lagði hund og manneskju að jöfnu.
Hún eyddi stórfé í að lækna gamla köttinn sinn af krabbameini, e-ð sem ég hefði aldrei gert, ég hefði frekar gert kettinum þann greiða að deyða hann og fengið mér svo nýjan. Hún vill að öll dýr verði sjálfdauð, ég sé það ekki gerast....fullur hagi af eldgömlum, tannlausum og grindhoruðum hrossum.
Hún er grænmetisæta, ég borða allt.
Henni finnst að ef það á að drepa dýr fyrir að sýna mönnum grimmd þá eigi líka að drepa menn fyrir að sýna öðrum mönnum grimmd. Ég tók dæmi um hund sem beit barn illa í andlitið og eigandinn lét drepa hundinn strax. Það fannst mér rétt því hver veit hvað þessi hundur getur gert næst ef hann er ekki drepinn, henni fannst þetta rangt. Ég sagði að maður gæti alltaf fengið sér nýjan hund en ekki nýtt barn, en hún lagði hund og manneskju að jöfnu.
Hún eyddi stórfé í að lækna gamla köttinn sinn af krabbameini, e-ð sem ég hefði aldrei gert, ég hefði frekar gert kettinum þann greiða að deyða hann og fengið mér svo nýjan. Hún vill að öll dýr verði sjálfdauð, ég sé það ekki gerast....fullur hagi af eldgömlum, tannlausum og grindhoruðum hrossum.
Hún er grænmetisæta, ég borða allt.
21 október 2004
Stundum hef ég furðulega þörf fyrir að loka mig af, einangra mig. Þá nenni ég ekki að tala við fólk en vil samt vera innan um fólk. Þessi þörf hefur grasserað í mér seinustu daga og náði held ég hámarki í dag.
Ég lenti í því í morgun að nenna ekki að vinna hópverkefni, bara út af því mig langaði ekki að tala. Þegar ég var búin að þegja á bókhlöðunni í nokkra tíma og læra fékk ég mikla þörf fyrir að fara niður í bæ að horfa á fólk ein.
Í bænum kom ég mér fyrir á góðu kaffihúsi þar sem ég sá niður á helminginn á Laugarveginum, keypti mér góðann kaffi og fékk mér innihaldslaus tískublöð til að lesa. Djöfull leið mér dásamlega eftir þetta, aðrir kaffihúsagestir hafa örugglega ekki skilið þennan slefandi hálfvita sem var með augun eins og sogskálar á rúðunni.
Mér líður vel þegar ég horfi á fólk sem sér mig ekki horfa á sig, ekki að ég sé að gagnrýna fólkið heldur finnst mér gaman að sjá hvernig fólk er, hvernig það hreyfir sig o.s frv. Alltaf stend ég mig að því að velta því fyrir mér hvað fólkið gerir og yfirleitt bý ég bara til sögur um það, ákveð hvernig það býr m.v hvernig það er.............æi þetta er asnalegt...........að sitja ein á kaffihúsi, lesa og horfa á fólk er eins og að fara í frí fyrir mig, heilinn endurnýjast.
Núna held ég að ég nenni að tala við fólk aftur.
Helgin sem átti að vera frí fyrir mig er nú full bókuð.
Föstudagskvöld= Fjallmannakvöld á Hestakránni
Laugardagskvöld=Útskrifaveisla bókmenntafræðinga (fer ef ég nenni)
Sunnudagur = barnaafmæli (nr 2 í þessum mánuði...heimsmet hjá mér)
Veit ekki...kannski fæ ég einangrunarþörf aftur um helgina og fer ekki neitt.........sssjjjööörrr!
Ég lenti í því í morgun að nenna ekki að vinna hópverkefni, bara út af því mig langaði ekki að tala. Þegar ég var búin að þegja á bókhlöðunni í nokkra tíma og læra fékk ég mikla þörf fyrir að fara niður í bæ að horfa á fólk ein.
Í bænum kom ég mér fyrir á góðu kaffihúsi þar sem ég sá niður á helminginn á Laugarveginum, keypti mér góðann kaffi og fékk mér innihaldslaus tískublöð til að lesa. Djöfull leið mér dásamlega eftir þetta, aðrir kaffihúsagestir hafa örugglega ekki skilið þennan slefandi hálfvita sem var með augun eins og sogskálar á rúðunni.
Mér líður vel þegar ég horfi á fólk sem sér mig ekki horfa á sig, ekki að ég sé að gagnrýna fólkið heldur finnst mér gaman að sjá hvernig fólk er, hvernig það hreyfir sig o.s frv. Alltaf stend ég mig að því að velta því fyrir mér hvað fólkið gerir og yfirleitt bý ég bara til sögur um það, ákveð hvernig það býr m.v hvernig það er.............æi þetta er asnalegt...........að sitja ein á kaffihúsi, lesa og horfa á fólk er eins og að fara í frí fyrir mig, heilinn endurnýjast.
Núna held ég að ég nenni að tala við fólk aftur.
Helgin sem átti að vera frí fyrir mig er nú full bókuð.
Föstudagskvöld= Fjallmannakvöld á Hestakránni
Laugardagskvöld=Útskrifaveisla bókmenntafræðinga (fer ef ég nenni)
Sunnudagur = barnaafmæli (nr 2 í þessum mánuði...heimsmet hjá mér)
Veit ekki...kannski fæ ég einangrunarþörf aftur um helgina og fer ekki neitt.........sssjjjööörrr!
20 október 2004
Furðulegt að sitja hér á hlöðunni, þykjast vera að læra en hugsa bara um mat.
Þessi tilraun mín að borða ekki um leið og ég er svöng hefur leitt það í ljós að þá get ég ekki lært því ég hugsa bara um hvað væri gott að borða núna.........t.d hef ég hugsað mikið um hangikjöt að undanförnu. Kannski vegna þess að mér finnst jólin óhugnanlega nálæg....svei mér þá ef ég sá ekki jólaauglýsingu um daginn. En hangikjöt með uppstúf og kartöflum og grænum baunum og flatköku er það besta sem ég fæ + maltöl og appelsín. Einnig væri dásamlegt að fá reykt kindabjúgu eða saltfisk með tilheyrandi......mmmmmmmmmmmmmm held ég fari bara heim og fái mér skyr.
Þessi tilraun mín að borða ekki um leið og ég er svöng hefur leitt það í ljós að þá get ég ekki lært því ég hugsa bara um hvað væri gott að borða núna.........t.d hef ég hugsað mikið um hangikjöt að undanförnu. Kannski vegna þess að mér finnst jólin óhugnanlega nálæg....svei mér þá ef ég sá ekki jólaauglýsingu um daginn. En hangikjöt með uppstúf og kartöflum og grænum baunum og flatköku er það besta sem ég fæ + maltöl og appelsín. Einnig væri dásamlegt að fá reykt kindabjúgu eða saltfisk með tilheyrandi......mmmmmmmmmmmmmm held ég fari bara heim og fái mér skyr.
19 október 2004
Ef eitthvað er hábölvað í mínum huga þá eru það veikindi.
Ég fékk að finna fyrir þeim í gær og lá í rúminu allan daginn, algjör ófær um að gera einföldustu hluti. Er fyrst núna að ná fyrri lit og hressileika. Þótt ég stuðli ekki að miklu heilbrigði með hollu mataræði og mikilli hreifingu þá geri ég þá kröfu að ung kona eins og ég eigi ekki að leggjast í rúmið eins og lamað gamalmenni.....ojæja þetta er búið og gert, hraustasta fólk verður víst veikt stöku sinnum.
Draumur minn núna snýst um að fá mér kennarastöðu eða e-ð í litlu þorpi á landsbyggðinni, það er eitthvað við Reykjavík sem ég er ekki að meika í augnablikinu, það er líka draumur að flytja til útlanda í nokkra mánuðu.................ég held að draumurinn snúist í raun og veru um að flýja raunveruleikann.
Kannski ég gerist ráðskona í sveit.
Ég fékk að finna fyrir þeim í gær og lá í rúminu allan daginn, algjör ófær um að gera einföldustu hluti. Er fyrst núna að ná fyrri lit og hressileika. Þótt ég stuðli ekki að miklu heilbrigði með hollu mataræði og mikilli hreifingu þá geri ég þá kröfu að ung kona eins og ég eigi ekki að leggjast í rúmið eins og lamað gamalmenni.....ojæja þetta er búið og gert, hraustasta fólk verður víst veikt stöku sinnum.
Draumur minn núna snýst um að fá mér kennarastöðu eða e-ð í litlu þorpi á landsbyggðinni, það er eitthvað við Reykjavík sem ég er ekki að meika í augnablikinu, það er líka draumur að flytja til útlanda í nokkra mánuðu.................ég held að draumurinn snúist í raun og veru um að flýja raunveruleikann.
Kannski ég gerist ráðskona í sveit.
16 október 2004
Það er gaman að læra e-ð nýtt.
Í dag las ég t.d að Ísland hefur sjö sinnum átt í alvarlegri umræðu um hvort það eigi að ganga í ESB eða ekki. Fyrsta umræðan átti sér stað á árunum 1957-59 og sú sjöunda hefur átt sér stað á undanförnum árum. Við vorum næst því að ganga í sambandið 1961-63 en ákveðið var að hætta við það vegna smæðar landsins og vegna þess að aðstæðurnar Íslandi þóttu aðrar en hjá ríkjum ESB.
Spurning hversu margar umræðurnar verða áður en við göngum í endanlega í sambandið.
Spurning til lesenda: Finnst ykkur að það eigi að leggja niður embætti Forseta Íslands eins og einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill gera, en hann mun leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi á næstunni, einn síns liðs.?
Ég styð ekki þetta frumvarp því ef það verður samþykkt þá verð ég að breyta um framtíðarstefnu, Bessastaðir er nefnilega mitt takmark. Held nefnilega að ég gæti orðið djöfulli góður Forseti, alltaf með kvöldverðaboð og í erlendum partýum.
Það virðist vera að það stefni allt í smá skrall hjá mér í kvöld, en dykkfelldir bókmenntafræðingar hafa haft samband við mig með von um þátttöku mína í áfengisneyslu....það virðist vera að ég sé bara ómissandi hjá öllum samfélagshópum þegar það kemur að skemmtun, ætli ég sé svona skemmtileg.
Hhemmmm það eina sem gæti kannski staðið í vegi fyrir kjöri mínu til forseta er fortíð mín (þ.e sú sem ég er að skapa núna), ég er reyndar ekki á sakaskrá ennþá en ég þekki fullt af fólki sem gæti selt ljótar og hneykslanlegar sögur af mér í DV og Séð og heyrt.
Kæru vinir er hægt að múta ykkur?
Í dag las ég t.d að Ísland hefur sjö sinnum átt í alvarlegri umræðu um hvort það eigi að ganga í ESB eða ekki. Fyrsta umræðan átti sér stað á árunum 1957-59 og sú sjöunda hefur átt sér stað á undanförnum árum. Við vorum næst því að ganga í sambandið 1961-63 en ákveðið var að hætta við það vegna smæðar landsins og vegna þess að aðstæðurnar Íslandi þóttu aðrar en hjá ríkjum ESB.
Spurning hversu margar umræðurnar verða áður en við göngum í endanlega í sambandið.
Spurning til lesenda: Finnst ykkur að það eigi að leggja niður embætti Forseta Íslands eins og einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill gera, en hann mun leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi á næstunni, einn síns liðs.?
Ég styð ekki þetta frumvarp því ef það verður samþykkt þá verð ég að breyta um framtíðarstefnu, Bessastaðir er nefnilega mitt takmark. Held nefnilega að ég gæti orðið djöfulli góður Forseti, alltaf með kvöldverðaboð og í erlendum partýum.
Það virðist vera að það stefni allt í smá skrall hjá mér í kvöld, en dykkfelldir bókmenntafræðingar hafa haft samband við mig með von um þátttöku mína í áfengisneyslu....það virðist vera að ég sé bara ómissandi hjá öllum samfélagshópum þegar það kemur að skemmtun, ætli ég sé svona skemmtileg.
Hhemmmm það eina sem gæti kannski staðið í vegi fyrir kjöri mínu til forseta er fortíð mín (þ.e sú sem ég er að skapa núna), ég er reyndar ekki á sakaskrá ennþá en ég þekki fullt af fólki sem gæti selt ljótar og hneykslanlegar sögur af mér í DV og Séð og heyrt.
Kæru vinir er hægt að múta ykkur?
15 október 2004
Getur verið að það sé nærri liðinn heill föstudagur og mér hafi ekki orðið neitt úr verki annað en að kjafta og slæpast?
Ekki furða að ég hafi hugsað á áðan, þegar ég var að keyra Suðurgötuna, og sá alla duglegu háskólanemendurna strunsa um með hugsandi svip, að það væri ekki nema furða að ég teldi mig ekki með í framtíð þessa lands. Mér fannst standa "Björt framtíð" á enni allra nemanna meðan það stóð "Sjoppa" á enninu á mér. Málið er bara að eins og mér finnst skemmtilegt að læra þá finnst mér það hundleiðinlegt.
Restin af helginni á að fara í lærdóm.........já já amk eitthvað af henni
Nokkrar spurningar:
Vaxa peningar á trjánum?
Hvernig svindlar maður á prófum?
Er framtíð eftir háskólanám?
Langar einhverjum öðrum á djamm en mér?
Er ekki komin helgi?
Hvernig læknar maður nammisýki?
Er e-ð gott í sjónvarpinu í kvöld?
Er til lyf við kæruleysi?
Er þetta ekki leiðinlegt blogg?
Ætti ég ekki bara að hætta þessu?
Góða helgi
Ekki furða að ég hafi hugsað á áðan, þegar ég var að keyra Suðurgötuna, og sá alla duglegu háskólanemendurna strunsa um með hugsandi svip, að það væri ekki nema furða að ég teldi mig ekki með í framtíð þessa lands. Mér fannst standa "Björt framtíð" á enni allra nemanna meðan það stóð "Sjoppa" á enninu á mér. Málið er bara að eins og mér finnst skemmtilegt að læra þá finnst mér það hundleiðinlegt.
Restin af helginni á að fara í lærdóm.........já já amk eitthvað af henni
Nokkrar spurningar:
Vaxa peningar á trjánum?
Hvernig svindlar maður á prófum?
Er framtíð eftir háskólanám?
Langar einhverjum öðrum á djamm en mér?
Er ekki komin helgi?
Hvernig læknar maður nammisýki?
Er e-ð gott í sjónvarpinu í kvöld?
Er til lyf við kæruleysi?
Er þetta ekki leiðinlegt blogg?
Ætti ég ekki bara að hætta þessu?
Góða helgi
14 október 2004
Í gær var fótboltalandsleikur milli Íslands og Svíþjóðar, Svíþjóð vann 1-4. Ég sá ekki eina sekúndu af þessum leik og hafði engann áhuga á honum. Núna á áðan var umræða um úrslitin í útvarpinu og var íþróttafréttamaðurinn mjög æstur yfir þessu og vildi helst reka allt helvítis liðið. En svo hringdi hlustandi inn og spurði hvar Ísland væri á heimslistanum og íþróttafréttamaðurinn sagði það vera númer 88 en Svíþjóð númer 10-15, þá spurði hlustandinn hann hvort þetta væru þá ekki bara eðlileg úrslit. Öfgagafulli íþróttafréttamaðurinn varð kjaftstopp við þetta, enda alveg rétt hjá hlustandanum. Að mínu mati stóð landsliðið sig vel því Svíarnir hefðu örugglega getað unnið okkur 10-1 ef þeir hefðu lagt sig fram. Ég vil skora á íslendinga að gera ekki óraunhæfar kröfur til íþróttamanna okkar.
vá þetta er örugglega í fyrsta og eina skiptið sem ég skrifa um fótbolta.
Var að skoða Airwaves og er ekkert rosalega spennt, mér finnst vanta svona litlar, alvega að verða þekktar hljómsveitir. Auðvitað eru þarna The Shins og Keane sem mig langar að sjá. En hvað með Botnleðju og Ensím og fleiri ísl. hljómsveiti...er ekki orðið svolítið þreytt að hafa þær á Airwaves, þær eru búnar að vera frá upphafi. Hugsa samt ég kíki á eitthvað en ekki búin að ákveða hvað.
vá þetta er örugglega í fyrsta og eina skiptið sem ég skrifa um fótbolta.
Var að skoða Airwaves og er ekkert rosalega spennt, mér finnst vanta svona litlar, alvega að verða þekktar hljómsveitir. Auðvitað eru þarna The Shins og Keane sem mig langar að sjá. En hvað með Botnleðju og Ensím og fleiri ísl. hljómsveiti...er ekki orðið svolítið þreytt að hafa þær á Airwaves, þær eru búnar að vera frá upphafi. Hugsa samt ég kíki á eitthvað en ekki búin að ákveða hvað.
13 október 2004
Maðurinn hér við hliðina á mér í tölvustofunni er með það furðulegasta nef sem ég hef séð. Það er svona stallur á því eða trappa, þetta er ekki mjúkleg trappa heldur meira svona eins og hilla. Ég er nokkuð viss um að það væri hægt að geyma smáhlut á nefinu á honum, svona eins og á hillu....af útliti hans að dæma hef ég grun um að hann sé erlendur stúdent hahhahah :)
Nú er nefamaðurinn farinn og í staðinn er sestur gullfallegur drengur sem er með allt of mikla rakspírislykt, reyndar góða en of yfirþyrmandi...það finnst mér fráhrindandi.
Miðvikudagur-bókhlaðan opin til tíu- kannski ég læri.
Nú er nefamaðurinn farinn og í staðinn er sestur gullfallegur drengur sem er með allt of mikla rakspírislykt, reyndar góða en of yfirþyrmandi...það finnst mér fráhrindandi.
Miðvikudagur-bókhlaðan opin til tíu- kannski ég læri.
12 október 2004
Jess
What Gilmore Girl's character are you?
brought to you by
Ég er mjög fegin yfir því að vera ekki mamman né dóttirin. Mæðgurnar eða Gilmore Girls eru eitt af því leiðinlegasta sjónvarpsefni sem ég hef séð. Báðar tala þær svo mikið að maður nær ekki hvað þær segja, svo þurfa þær aldrei að hugsa til að vera með réttu orðin á réttu stöðunum. Ég fæ höfuðverk af þessum þætti og er mikið fegin að vera ein af mest kúl karakter sem hefur komið fram í honum.
Í gær gerði ég þau leiðinlegu mistök að skoða tískublöð, í dag beinist öll mín hugsun í átt að Kringlunni. Langar svo í ný föt og skó og skartgripi, einnig langar mig í megrun og í fullt af peningum..........verð vonandi komin yfir þessar hugsanir á morgun.
Komst að því á áðan að mér er bara að ganga vel í þessu námi amk ennþá. Var með bestu einkunn af öllum í verkefni sem við fengum til baka á áðan og það var ekki í fyrsta skipti sem ég var með þeim efstu, verst að þessi verkefni gilda ekki mikið. Hef ákveðið, út frá þessu, að efla sjálfstraust mitt í sambandi við vitið og fara að telja mig aðeins gáfaða, en mér hefur reynst erfitt að hafa trú á mínum gáfum hingaðtil. Ætti þá að hætta að hugsa um föt og útlit því það telst ekki gáfulegt....ég er þó með gleraugu en það er gáfumannamerki.
Gluggaða í ljóðabók í gærkvöldi en það var orðið allt of langt síðan ég gerði það seinast. Ljóð virka svolítið á mig eins og vatn fyrir blóm, ég fer öll að dafna við lestur þeirra. Ljóð virðast hafa meiri áhrif á mig en bíómyndir eða bækur. Það er verst að ég get aldrei lagt þau á minnið.... þá komum við aftur að gáfunum, ég get aldrei lagt neitt á minnið. Sá reyndar minnistöflur til sölu í apóteki um daginn, ætti kannski að fá mér svoleiðis.
æi nú man ég ekki meira.
Komst að því á áðan að mér er bara að ganga vel í þessu námi amk ennþá. Var með bestu einkunn af öllum í verkefni sem við fengum til baka á áðan og það var ekki í fyrsta skipti sem ég var með þeim efstu, verst að þessi verkefni gilda ekki mikið. Hef ákveðið, út frá þessu, að efla sjálfstraust mitt í sambandi við vitið og fara að telja mig aðeins gáfaða, en mér hefur reynst erfitt að hafa trú á mínum gáfum hingaðtil. Ætti þá að hætta að hugsa um föt og útlit því það telst ekki gáfulegt....ég er þó með gleraugu en það er gáfumannamerki.
Gluggaða í ljóðabók í gærkvöldi en það var orðið allt of langt síðan ég gerði það seinast. Ljóð virka svolítið á mig eins og vatn fyrir blóm, ég fer öll að dafna við lestur þeirra. Ljóð virðast hafa meiri áhrif á mig en bíómyndir eða bækur. Það er verst að ég get aldrei lagt þau á minnið.... þá komum við aftur að gáfunum, ég get aldrei lagt neitt á minnið. Sá reyndar minnistöflur til sölu í apóteki um daginn, ætti kannski að fá mér svoleiðis.
æi nú man ég ekki meira.
11 október 2004
Jæja og þá er kominn mánudagur.
Helgarskipulagið fór aðeins út fyrir áætlun og það var ekki út af því ég væri þunn eða þreytt eftir djamm heldur vegna þess að þegar ég er í sveitinni þá á ég mjög erfitt með að sitja kjurr og læra.
Föstudagurinn byrjaði vel í lærdómi en síðan fór allt úr skorðum. Það var heimslátrun þennan dag og þar sem það var nægur mannskapur í því þá fékk ég hlutverk húsmóðurinnar (mamma var að kenna). Þetta varð til þess að ég náði að elda grjónagraut og baka vöfflur (ekki vilko), og bæði varð vel ætt. En húsmóðurstarfið er krefjandi og milli hádegis og kaffi, þegar ég ætlaði að læra, hugsaði ég ekki um annað en hvort ég ætti að baka vöfflur, pönnukökur eða lummur.
Partíið um kvöldið var dúndur gaman og alltaf skemmtilegt að kíkja út á lífið á Selfossi sem býður upp á gríðarlega mannlífsflóru.
Laugardagurinn var þynkulaus en svolítið ryðgaður. Ekki gafst mikill tími til að læra því ég þurfti að sauma vambir (hef prófað að vera mjög þunn í því starfi og það er ekki gaman). Það er reyndar mikið stuð því ég, mamma og systir mín náum að ruggla heilmikið saman á meðan á því dútli stendur. Svo var hrært í slátur.
Skólapartíið um kvöldið var fínt, ég náði að kynnast þessum bekkjarfélögum mínum frá öðru sjónarhorni og þau virðast öll ágæt. Reyndar varð svolítið ósætti um hvaða stað í bænum ætti að fara á en það er eðlilegt í ólíkum hópi. Kvöldið endaði á því að ég tíndi öllum í hópnum út af því að ég þurfti að tala svo mikið inn á 22.
Sunnudeginum var eytt í nammi- og svefnlandi. Og svo fór ég í bíó á Wimbledon, hún er helvítis klisja en ágætis skemmtun fyrir kellingar. Paul Bettany er svo gullfallegur að Jude Law er í virkilegri hættu á að missa efsta sætið á "fallegurstu karlmenn í heimi" listanum mínum.
Hef ákveðið út frá þessu að gera aldrei aftur svona helgaráætlun, þessi tilraun leiddi það í ljós að ég mun aldrei fara eftir þeim.
Helgarskipulagið fór aðeins út fyrir áætlun og það var ekki út af því ég væri þunn eða þreytt eftir djamm heldur vegna þess að þegar ég er í sveitinni þá á ég mjög erfitt með að sitja kjurr og læra.
Föstudagurinn byrjaði vel í lærdómi en síðan fór allt úr skorðum. Það var heimslátrun þennan dag og þar sem það var nægur mannskapur í því þá fékk ég hlutverk húsmóðurinnar (mamma var að kenna). Þetta varð til þess að ég náði að elda grjónagraut og baka vöfflur (ekki vilko), og bæði varð vel ætt. En húsmóðurstarfið er krefjandi og milli hádegis og kaffi, þegar ég ætlaði að læra, hugsaði ég ekki um annað en hvort ég ætti að baka vöfflur, pönnukökur eða lummur.
Partíið um kvöldið var dúndur gaman og alltaf skemmtilegt að kíkja út á lífið á Selfossi sem býður upp á gríðarlega mannlífsflóru.
Laugardagurinn var þynkulaus en svolítið ryðgaður. Ekki gafst mikill tími til að læra því ég þurfti að sauma vambir (hef prófað að vera mjög þunn í því starfi og það er ekki gaman). Það er reyndar mikið stuð því ég, mamma og systir mín náum að ruggla heilmikið saman á meðan á því dútli stendur. Svo var hrært í slátur.
Skólapartíið um kvöldið var fínt, ég náði að kynnast þessum bekkjarfélögum mínum frá öðru sjónarhorni og þau virðast öll ágæt. Reyndar varð svolítið ósætti um hvaða stað í bænum ætti að fara á en það er eðlilegt í ólíkum hópi. Kvöldið endaði á því að ég tíndi öllum í hópnum út af því að ég þurfti að tala svo mikið inn á 22.
Sunnudeginum var eytt í nammi- og svefnlandi. Og svo fór ég í bíó á Wimbledon, hún er helvítis klisja en ágætis skemmtun fyrir kellingar. Paul Bettany er svo gullfallegur að Jude Law er í virkilegri hættu á að missa efsta sætið á "fallegurstu karlmenn í heimi" listanum mínum.
Hef ákveðið út frá þessu að gera aldrei aftur svona helgaráætlun, þessi tilraun leiddi það í ljós að ég mun aldrei fara eftir þeim.
07 október 2004
Helgin nálgast hratt eins og svo oft áður, samt ótrúlegt hvað mér finnst hún vera langt undan á mánudögum. Svo líða virku dagarnir svo hratt að mér finnst helgarnar stundum vera of oft.
Næstkomandi helgi er vel skipulögð hjá mér og er viljinn sterkur að fara eftir því skipulagi.
Fimmtudagskvöld (þá byrjar helgina hjá mér)
Fara heim í sveit og heilsa upp á gamla settið og óþolandi systkinin.
Föstudagur
Læra mikið, gera tvö verkefni og komast vel af stað með ritgerð ásamt því að heimsækja öll dýrin og mæta í einar mjaltir. Um kvöldið er svo partý á Selfossi sem mér hlakkar mikið til út af því að þar verður bara skemmtilegt fólk, stefnt að því að drekka ekki of mikið.
Laugardagur
Vakna fersk eftir partýið og ekki þunn.
Læra mikið, ritgerð og lesa almennt námsefni.
Bruna svo í bæinn og mæta í partý sem mér er boðið í á Seltjarnanesinu, en er það fyrsta skólapartýið og hlakka mér mikið til að sjá samnemendur mína drukkna og láta sinn innri mann koma fram. Aftur á móti ætla ég ekki að vera mjög drukkin, frekar bara svona hress og sæt.
Sunnudagur
Vakna ekki seinna en tólf. Vera óþunn og hress. Borða staðgóðann morgunmat og mæta svo á bókhlöðuna og læra kl eitt og læra mikið alveg til kl fimm. Fara í bíó um kvöldið.
Þessi helgaráætlun hljómar gríðarlega vel og af vilja mínum núna þá virðist hún ætla að ganga upp. Læt ykkur vita með það eftir helgi.
Næstkomandi helgi er vel skipulögð hjá mér og er viljinn sterkur að fara eftir því skipulagi.
Fimmtudagskvöld (þá byrjar helgina hjá mér)
Fara heim í sveit og heilsa upp á gamla settið og óþolandi systkinin.
Föstudagur
Læra mikið, gera tvö verkefni og komast vel af stað með ritgerð ásamt því að heimsækja öll dýrin og mæta í einar mjaltir. Um kvöldið er svo partý á Selfossi sem mér hlakkar mikið til út af því að þar verður bara skemmtilegt fólk, stefnt að því að drekka ekki of mikið.
Laugardagur
Vakna fersk eftir partýið og ekki þunn.
Læra mikið, ritgerð og lesa almennt námsefni.
Bruna svo í bæinn og mæta í partý sem mér er boðið í á Seltjarnanesinu, en er það fyrsta skólapartýið og hlakka mér mikið til að sjá samnemendur mína drukkna og láta sinn innri mann koma fram. Aftur á móti ætla ég ekki að vera mjög drukkin, frekar bara svona hress og sæt.
Sunnudagur
Vakna ekki seinna en tólf. Vera óþunn og hress. Borða staðgóðann morgunmat og mæta svo á bókhlöðuna og læra kl eitt og læra mikið alveg til kl fimm. Fara í bíó um kvöldið.
Þessi helgaráætlun hljómar gríðarlega vel og af vilja mínum núna þá virðist hún ætla að ganga upp. Læt ykkur vita með það eftir helgi.
Hef aldrei upplifað aðra eins reiði og pirring og í tíma á áðan. Það var gestafyrirlesari sem er íslenskukennari í framhaldsskóla sem var valdurinn að því andrúmslofti. Kennarinn talaði við okkur eins og við værum átta ára og kallaði okkur meira að segja krakka og svo notaði hún Stundarinnar okkar rödd. Hún átti að fjalla um uppsetningu á blaðagreinum en talaði allan tímann um hversu mikilvægt það væri að hafa inngang, meginmál og lokaorð í ritsmíðum.......það var svosem rétt hjá henni en að eyða heilum tíma í það hjá fólki sem er allt með ba eða bs próf og sumir jafnvel meira og svo sagði hún alltaf "skiljiði" við okkur með smábarnaröddinni. Það sauð á okkur öllum. EN sem betur fer þá kemur hún ekki aftur.
Er að drukkna í verkefnum. Það er of mikið af hópverkefnum í þessu námi, þau eru svo tímafrek. (maður þarf alltaf að vera að taka tillit til hinna og svoleiðis)
hugmyndirnar leka ekki af mér í dag, er bara frekar þreytt enda dreymdi mér súkkulaði í alla nótt.
Er að drukkna í verkefnum. Það er of mikið af hópverkefnum í þessu námi, þau eru svo tímafrek. (maður þarf alltaf að vera að taka tillit til hinna og svoleiðis)
hugmyndirnar leka ekki af mér í dag, er bara frekar þreytt enda dreymdi mér súkkulaði í alla nótt.
05 október 2004
Hver ætli hafi lekið stefnuræðu forsætisráðherra í DV?
Ef það er alþingismaður þá braut hann þinglögin og ef það er manneskjan sem sér um ljósritunarvélina í alþingi, eða e-ð, þá braut hún líka lög.
Mér finnst að fólk ætti frekar að ræða hver það var sem braut lögin heldur en hvort DV hafi átt að birta ræðuna eða ekki....það vita allir að DV birtir allt sem það fær í hendurnar.
Ég sé fyrir mér að DV viti eitthvað gruggugt um einn þingmann og hóti honum með því að það muni birta frétt um það (hvort sem það er framhjáhald eða fjársvik) ef hann láti það ekki fá stefnuræðuna fyrirfram............... hahaha ég sé fyrir mér þingmanninn í brúnum frakka, með hatt og sólgleraugu hitta Illuga eða Mikael (sem eru dulbúnir sem rónar) á bekk á Hlemmi. Og þingmaðurinn er með stefnuræðuna inn í dagblaði sem hann skilur eftir á bekknum og .......... aaaaaaa ljóta klisjan sem ég er að ímynda mér.
Annars finnst mér ekki að blöð eigi að birta svona fyrirfram þó þau fái það í hendurnar, hvað yrði t.d gaman á nýársdag ef við værum búin að lesa nýársávarp forsetans í DV frá árinu áður.... eða við vissum hver fengi íslensku bókmenntaverðlaunin áður en þau yrðu afhent.
HA hugsið um það! þá yrði lífið nú lítið spennandi.
Ef það er alþingismaður þá braut hann þinglögin og ef það er manneskjan sem sér um ljósritunarvélina í alþingi, eða e-ð, þá braut hún líka lög.
Mér finnst að fólk ætti frekar að ræða hver það var sem braut lögin heldur en hvort DV hafi átt að birta ræðuna eða ekki....það vita allir að DV birtir allt sem það fær í hendurnar.
Ég sé fyrir mér að DV viti eitthvað gruggugt um einn þingmann og hóti honum með því að það muni birta frétt um það (hvort sem það er framhjáhald eða fjársvik) ef hann láti það ekki fá stefnuræðuna fyrirfram............... hahaha ég sé fyrir mér þingmanninn í brúnum frakka, með hatt og sólgleraugu hitta Illuga eða Mikael (sem eru dulbúnir sem rónar) á bekk á Hlemmi. Og þingmaðurinn er með stefnuræðuna inn í dagblaði sem hann skilur eftir á bekknum og .......... aaaaaaa ljóta klisjan sem ég er að ímynda mér.
Annars finnst mér ekki að blöð eigi að birta svona fyrirfram þó þau fái það í hendurnar, hvað yrði t.d gaman á nýársdag ef við værum búin að lesa nýársávarp forsetans í DV frá árinu áður.... eða við vissum hver fengi íslensku bókmenntaverðlaunin áður en þau yrðu afhent.
HA hugsið um það! þá yrði lífið nú lítið spennandi.
04 október 2004
Gleðilegan mánudag.
Helgin var ágæt, ég lenti á óvart-djammi á föstudagskvöldinu, svoleiðis er alltaf ánægjulegt. Ætlaði rétt að kíkja á Okóberfest í háskólanum en rakst þar á tvær fyllibittur sem drógu mig með sér í partý og svo úr partýinu niður í bæ. Niðrí bæ var dansað og farið snemma heim, gott djamm en ekkert markvert gerðist.
Á laugardagskvöldinu leit góð vinkona í heimsókn og var ákveðið að leigja spólu og kaupa ís, þegar við vorum búnar að horfa á vídeó um miðnætti fundum við innra með okkur að við vorum ekki sáttar við þessa ráðstöfun eingöngu. Og því dressuðum við okkur upp og ákváðum að líta aðeins á Ölstofuna en vera komnar heim um tvö. Ölstofan var fín fyrir utan að það sat ólétt kona við hliðina á okkur og hún reykti og reykti, það þótti mér ljótt að sjá. Ekkert markvert gerðist heldur þetta kvöld nema við vorum ekki komnar heim kl tvö heldur fjögur.
Þoli ekki þegar helgar líða án þess að ég nái að læra eins og ég ætlaði mér.
Horfði á Elling (fyrstu myndina) í gærkvöldi og þvílík snillt, ég hló og hló, frábær karakter.
Bauð hjónakornum í mat í gærkvöldi, þeim fannst maturinn góður, ég held að ég sé öll að koma til í matreiðslunni.
Það er ömulegt veður úti, rok og rok og ég nenni ekki neinu.
Held að það sé ekkert gleðilegt við þennan mánudag.
Helgin var ágæt, ég lenti á óvart-djammi á föstudagskvöldinu, svoleiðis er alltaf ánægjulegt. Ætlaði rétt að kíkja á Okóberfest í háskólanum en rakst þar á tvær fyllibittur sem drógu mig með sér í partý og svo úr partýinu niður í bæ. Niðrí bæ var dansað og farið snemma heim, gott djamm en ekkert markvert gerðist.
Á laugardagskvöldinu leit góð vinkona í heimsókn og var ákveðið að leigja spólu og kaupa ís, þegar við vorum búnar að horfa á vídeó um miðnætti fundum við innra með okkur að við vorum ekki sáttar við þessa ráðstöfun eingöngu. Og því dressuðum við okkur upp og ákváðum að líta aðeins á Ölstofuna en vera komnar heim um tvö. Ölstofan var fín fyrir utan að það sat ólétt kona við hliðina á okkur og hún reykti og reykti, það þótti mér ljótt að sjá. Ekkert markvert gerðist heldur þetta kvöld nema við vorum ekki komnar heim kl tvö heldur fjögur.
Þoli ekki þegar helgar líða án þess að ég nái að læra eins og ég ætlaði mér.
Horfði á Elling (fyrstu myndina) í gærkvöldi og þvílík snillt, ég hló og hló, frábær karakter.
Bauð hjónakornum í mat í gærkvöldi, þeim fannst maturinn góður, ég held að ég sé öll að koma til í matreiðslunni.
Það er ömulegt veður úti, rok og rok og ég nenni ekki neinu.
Held að það sé ekkert gleðilegt við þennan mánudag.