31 janúar 2005
Eftir óvenju mikið af hnerrum í gær lítur allt út fyrir að hið illræmda kvef sé að taka sér bólfestu í líkama mínum. Og það virðist sem aumingjaskapurinn sé í hámarki núna og heilastarfsemin í lágmarki því ég get ekki skrifað.
Tilkynningar
- Óska Norninni til hamingju með fyrstu íbúðina, þeir sem eiga eftir að fara í heimsókn til hennar ættu sérstaklega að taka eftir einstaklega vel máluðu svefnherbergi.
- Hugmyndir og punktar, jafnvel gömul ritgerð, um opinberan rekstur yrði vel þegið fyrir miðvikudag en þá á ég að skila stuttri ritgerð um þetta áhugaverða efni.
- Ef einhver á afmæli á næstunni þá óska ég þeirri manneskju til hamingju með það.
- Fór á Löngu trúlofunina á franskri kvikmyndahátíð í gær, það er mikið góð mynd sem sýnir vel fegurð og ljótleika lífsins.
Tilkynningar
- Óska Norninni til hamingju með fyrstu íbúðina, þeir sem eiga eftir að fara í heimsókn til hennar ættu sérstaklega að taka eftir einstaklega vel máluðu svefnherbergi.
- Hugmyndir og punktar, jafnvel gömul ritgerð, um opinberan rekstur yrði vel þegið fyrir miðvikudag en þá á ég að skila stuttri ritgerð um þetta áhugaverða efni.
- Ef einhver á afmæli á næstunni þá óska ég þeirri manneskju til hamingju með það.
- Fór á Löngu trúlofunina á franskri kvikmyndahátíð í gær, það er mikið góð mynd sem sýnir vel fegurð og ljótleika lífsins.
27 janúar 2005
Lengi hef ég talið mig jafnréttissinna og jafnvel femínista en nú hefur Femínistahreyfing Íslands gengið of langt að mínu mati og niðurlægt okkur konur.
Hreyfingin lét taka dagbækur frá Odda úr umferð vegna þess að þemað í málsháttunum sem voru í bókunum snérist um konur. Svona gamlir málshættir um að konan eigi að sinna karlinum og vera góð húsmóðir og frv.
Þær vildu taka bækurnar úr umferð vegna þess að þær töldu þessa málshætti vera niðrandi fyrir konur. En mér finnst niðrandi fyrir konur að þær láti taka bækurnar úr umferð, að þær haldi að einhver taki tillit til þessa málshátta og fari jafnvel eftir þeim. Konur og karlar geta beitt gagnrýnni hugsun, það þarf ekki að vernda okkur eða fela gömul gildi og viðhorf. Þótt ég lesi slíka málshætti og orðtök þá finn ég mig ekki knúna til að fara eftir þeim enda veit ég að þetta er aðeins til gamans, ekki leiðbeiningar um hvernig við eigum að haga okkur.
Ég held að Femínistahreyfingin eigi ekki að niðra konur á þennan hátt, konur geta hugsað fyrir sig sjálfar, konur geta beitt gagnrýnni hugsun á það sem þær lesa eða heyra.
Hreyfingin lét taka dagbækur frá Odda úr umferð vegna þess að þemað í málsháttunum sem voru í bókunum snérist um konur. Svona gamlir málshættir um að konan eigi að sinna karlinum og vera góð húsmóðir og frv.
Þær vildu taka bækurnar úr umferð vegna þess að þær töldu þessa málshætti vera niðrandi fyrir konur. En mér finnst niðrandi fyrir konur að þær láti taka bækurnar úr umferð, að þær haldi að einhver taki tillit til þessa málshátta og fari jafnvel eftir þeim. Konur og karlar geta beitt gagnrýnni hugsun, það þarf ekki að vernda okkur eða fela gömul gildi og viðhorf. Þótt ég lesi slíka málshætti og orðtök þá finn ég mig ekki knúna til að fara eftir þeim enda veit ég að þetta er aðeins til gamans, ekki leiðbeiningar um hvernig við eigum að haga okkur.
Ég held að Femínistahreyfingin eigi ekki að niðra konur á þennan hátt, konur geta hugsað fyrir sig sjálfar, konur geta beitt gagnrýnni hugsun á það sem þær lesa eða heyra.
26 janúar 2005
Ef ég fæ viðbjóðshroll við eitthverju þá er það gulir sportbílar. Mér var veitt eftirför af einum slíkum í gær, eða amk var hann að keyra sömu götu og ég. Leið og ég sá hann í baksýnisspeglinum gaf ég Grámanni inn og bað hann í guðs bænum að flýta sér en guli kagginn var sem límdur við rassgatið á mér. Ég sá ekki betur en undir stýri sæti klíjulegur gaur með derhúfu, líklega að hlusta á teknó tónlist og drekka kók. Sem betur fer beygði hann í aðra átt en ég á næstu gatnamótum.
Ef þið rekist á bók sem bera nafnið Haglýsing Íslands hlaupið þá sem fætur toga eins langt og þið komist. Þetta er aðal kennslubókin í kúrsinum Fjölmiðlar og leikreglur samfélagsins, en ég er í þeim kúrsi núna. Mikið óskaplega er það leiðinlegt námsefni og kennarinn innanhúsrotta hjá Seðlabanka Íslands sem talar lágt og svæfandi.......svo lágt og svæfandi að tíminn fer í það hjá mér að reyna að halda mér vakandi....... en það tekst yfirleitt ekki.
Mikið er ég hamingjusöm núna yfir að snjórinn er horfinn og hálkan líka, ég kann vel við veðrið í dag. En ég kann ekki eins vel við jólakreditkortareikninginn minn sem kom inn um lúguna í gær.....spurning um að fara að selja sig.
Ef þið rekist á bók sem bera nafnið Haglýsing Íslands hlaupið þá sem fætur toga eins langt og þið komist. Þetta er aðal kennslubókin í kúrsinum Fjölmiðlar og leikreglur samfélagsins, en ég er í þeim kúrsi núna. Mikið óskaplega er það leiðinlegt námsefni og kennarinn innanhúsrotta hjá Seðlabanka Íslands sem talar lágt og svæfandi.......svo lágt og svæfandi að tíminn fer í það hjá mér að reyna að halda mér vakandi....... en það tekst yfirleitt ekki.
Mikið er ég hamingjusöm núna yfir að snjórinn er horfinn og hálkan líka, ég kann vel við veðrið í dag. En ég kann ekki eins vel við jólakreditkortareikninginn minn sem kom inn um lúguna í gær.....spurning um að fara að selja sig.
24 janúar 2005
Varð vitni að ungum stúlkum blóta hálkunni og furða sig á því afhverju það væri ekki meira sandborið því það væri ekki hægt að vera á tveimur jafnfljótum þarna úti. Ég var sammála þeim þangað til ég leit á skótauið þeirra en allar voru þær í ca 10 cm mjóum hælum. Það eru ekki hálkuvænir skór og þegar það er eins fljúgandi og í dag þá eru flatbotna með mannbroddum skynsamlegasti kosturinn ásamt því að vera með hálkuhlífar, hjálm og göngustaf með broddum.
Fyrirlestur minn um Gest Einar gekk eins og í sögu, ég var bara svolítið sneddí og fólk hló og kennarinn virtist hafði gaman af. Komst ég að því að hann átti ekki stóran hlustendahóp í bekknum. Niðurstaðan var að þátturinn er innihaldslaus og óskipulagður en Gestur er með þægilega útvarpsrödd og er eðlilegur.
Ég vann bug á leiðindum mínum í gærkvöldi með því að fara út að labba. En þegar ég var byrjuð að labba þá fór ég að hlaupa og ég bara hljóp. Það var gott, sumir mega fara að passa sig í næstu hlaupakeppni því ég gæti komið sterk inn.
Var að hugsa um að hafa skoðun á e-u sem var í fréttum í gær, jafnvel fjalla um pólitík en ákvað að nenna því ekki.
Samkvæmt útreikningum vísindamanns er versti dagur ársins í dag og flest fólk í fúlu skapi, ég skal ekki segja um mig ætli ég viti það ekki í lok dagsins.
Fyrirlestur minn um Gest Einar gekk eins og í sögu, ég var bara svolítið sneddí og fólk hló og kennarinn virtist hafði gaman af. Komst ég að því að hann átti ekki stóran hlustendahóp í bekknum. Niðurstaðan var að þátturinn er innihaldslaus og óskipulagður en Gestur er með þægilega útvarpsrödd og er eðlilegur.
Ég vann bug á leiðindum mínum í gærkvöldi með því að fara út að labba. En þegar ég var byrjuð að labba þá fór ég að hlaupa og ég bara hljóp. Það var gott, sumir mega fara að passa sig í næstu hlaupakeppni því ég gæti komið sterk inn.
Var að hugsa um að hafa skoðun á e-u sem var í fréttum í gær, jafnvel fjalla um pólitík en ákvað að nenna því ekki.
Samkvæmt útreikningum vísindamanns er versti dagur ársins í dag og flest fólk í fúlu skapi, ég skal ekki segja um mig ætli ég viti það ekki í lok dagsins.
23 janúar 2005
Sunnudagur og mér leiðist. Búin að læra smá, búin að kíkja á kaffihús, búin að horfa á sjónvarpið, búin að sofna yfir fréttunum og búin að borða sunnudagsnammið.........hvað er þá eftir........fór í bíó í gærkvöldi...nenni ekki aftur í kvöld.
Sá myndina Sideways, hún er mjög góð en ég flokka hana ekki sem gamanmynd þótt ég hafi hlegið aðeins að henni, hún er frekar harmræmt brot úr lífi miðaldra manns sem er í sálarkreppu.
Orð dagsins er aðgerðarleysi
Sá myndina Sideways, hún er mjög góð en ég flokka hana ekki sem gamanmynd þótt ég hafi hlegið aðeins að henni, hún er frekar harmræmt brot úr lífi miðaldra manns sem er í sálarkreppu.
Orð dagsins er aðgerðarleysi
21 janúar 2005
Þorramatur - hvorki góður né vondur...bara matur.
Þorrablót- góð skemmtun.
Bóndadagurinn - betri en valentínusardagurinn
Kynþokkafyllsti karlmaðurinn valinn á Rás 2 - kúl kosning sem snýst um að vinnufélagar (oftast píparar eða málarar) kjósa hvorn annan til að fá smá krydd í daginn. Gestur Einar hefur fengið atkvæði og það frá konu, ekki veit ég hvað er að þeirri konu.
Skúringar - góð líkamsrækt
Skólinn - æi
Helgarfrí - annað hvort lærdómur eða öldrykkja, kannski bæði.
Fyrirlestur - held fyrirlestur á mánudaginn um morgunútvarpsþátt Gest Einars, svolítið hrædd um að fordómar mínir í hans garð muni skína í gegn, ég get amk ekki verið hlutlaus. Reyndar valdi ég þetta fyrirlestraefni út af haturs ástríðu minni í garð þessa þáttar.
Góða helgi kæru vinir
Þorrablót- góð skemmtun.
Bóndadagurinn - betri en valentínusardagurinn
Kynþokkafyllsti karlmaðurinn valinn á Rás 2 - kúl kosning sem snýst um að vinnufélagar (oftast píparar eða málarar) kjósa hvorn annan til að fá smá krydd í daginn. Gestur Einar hefur fengið atkvæði og það frá konu, ekki veit ég hvað er að þeirri konu.
Skúringar - góð líkamsrækt
Skólinn - æi
Helgarfrí - annað hvort lærdómur eða öldrykkja, kannski bæði.
Fyrirlestur - held fyrirlestur á mánudaginn um morgunútvarpsþátt Gest Einars, svolítið hrædd um að fordómar mínir í hans garð muni skína í gegn, ég get amk ekki verið hlutlaus. Reyndar valdi ég þetta fyrirlestraefni út af haturs ástríðu minni í garð þessa þáttar.
Góða helgi kæru vinir
18 janúar 2005
Háskólanemi og ræstingardama
Skólinn er hafinn og allt lítur út fyrir skemmtilega en stranga önn.
Daman fékk sér vinnu vegna bágs fjárhags og skúrar nú skítinn þrjár stundir á dag í einum framhaldsskóla höfuðborgarinnar.
Hef ég aldrei talið mig yfir nokkra vinnu hafna og finnst þetta bara gaman, frekar vil ég skúra en að skrifa soragreinar í dagblöð eins og mér bauðs fyrir nokkrum mánuðum. Ég þríf skítinn frekar en að dreifa honum.
Reyndar var mér hugsað til þess, þar sem ég var að skúra í gær, og framhaldsskólanemarnir löbbuðu framhjá mér fullir af bjartsýni og háleitri hugsjón um framtíðinna að öskra á eftir þeim: "þetta er framtíðin, farið í helvítis mastersnám en þið endið samt á því að skúra skítinn upp eftir aðra". En ég lét það ógert enda eiga litlu skinnin ekki skilið að sjá framtíðina í réttu ljósi ennþá.
Auglýsingar:
-Karlmaður óskast til leigu eina kvöldstund í byrjun febrúar. Hann þarf að vera myndarlegur (helst ótrúlega fallegur, karlmannlegur og gáfaður), getað haldið upp samræðum við sveitafólk, getað drukkið eins og sveitafólk, borðað þorramat (þó ekki skilyrði) og dansað vals, polka og ræl. Skemmtunin verður honum að kostnaðarlausu og gisting er innifalin.
Skólinn er hafinn og allt lítur út fyrir skemmtilega en stranga önn.
Daman fékk sér vinnu vegna bágs fjárhags og skúrar nú skítinn þrjár stundir á dag í einum framhaldsskóla höfuðborgarinnar.
Hef ég aldrei talið mig yfir nokkra vinnu hafna og finnst þetta bara gaman, frekar vil ég skúra en að skrifa soragreinar í dagblöð eins og mér bauðs fyrir nokkrum mánuðum. Ég þríf skítinn frekar en að dreifa honum.
Reyndar var mér hugsað til þess, þar sem ég var að skúra í gær, og framhaldsskólanemarnir löbbuðu framhjá mér fullir af bjartsýni og háleitri hugsjón um framtíðinna að öskra á eftir þeim: "þetta er framtíðin, farið í helvítis mastersnám en þið endið samt á því að skúra skítinn upp eftir aðra". En ég lét það ógert enda eiga litlu skinnin ekki skilið að sjá framtíðina í réttu ljósi ennþá.
Auglýsingar:
-Karlmaður óskast til leigu eina kvöldstund í byrjun febrúar. Hann þarf að vera myndarlegur (helst ótrúlega fallegur, karlmannlegur og gáfaður), getað haldið upp samræðum við sveitafólk, getað drukkið eins og sveitafólk, borðað þorramat (þó ekki skilyrði) og dansað vals, polka og ræl. Skemmtunin verður honum að kostnaðarlausu og gisting er innifalin.
13 janúar 2005
GGGggeeeeeiiiiiiisssssspppppppppp...............hhhhhhhhhhhheeeeeeeeemmmmmmmmmmmm...........
veðrið er leiðinlegt....slabbið virðist vera á leiðinni.......hárið á mér er úfið
Held ég nenni þessu ekki
veðrið er leiðinlegt....slabbið virðist vera á leiðinni.......hárið á mér er úfið
Held ég nenni þessu ekki
10 janúar 2005
Biðtími
Nú er ég að bíða eftir að skólinn hefjist aftur eftir meira en nægilega langt jólafrí.
Reyndar hef ég nýtt tímann vel, sofið, lesið, aðstoðað ættingja og unnið smá, einnig sem helgin var fullbókuð í félagslífinu.
Er núna að leita mér að vinnu með skólanum, lítur allt út fyrir að ég endi í ræstingarstarfi en vinnutíminn í slíkri vinnu er oft sveigjanlegur og hentar því vel með skóla. Svo finnst mér líka gaman að skúra og langar í vinnu sem krefst ekki mikillar hugsunar en er samt ágætlega borguð.
Málið er að nú stefnir stúlkan á sparnað til að geta komist til útlanda á árinu.
Dreymdi klikk í nótt, svitnaði og slefaði. Gerist oft á aðfaranóttum að mánudegi eftir tveggja kvölda drykkjuhelgi. Líkaminn reynir að losa sig við seinustu áfengisleifarnar. Nú verður hætt að drekka og heilbrigður lífstíll tekinn upp enda tími til kominn að nýju íþróttabuxurnar verði notaðar til hreyfingar en ekki til sjónvarpssófasetugláps.
Nú er ég að bíða eftir að skólinn hefjist aftur eftir meira en nægilega langt jólafrí.
Reyndar hef ég nýtt tímann vel, sofið, lesið, aðstoðað ættingja og unnið smá, einnig sem helgin var fullbókuð í félagslífinu.
Er núna að leita mér að vinnu með skólanum, lítur allt út fyrir að ég endi í ræstingarstarfi en vinnutíminn í slíkri vinnu er oft sveigjanlegur og hentar því vel með skóla. Svo finnst mér líka gaman að skúra og langar í vinnu sem krefst ekki mikillar hugsunar en er samt ágætlega borguð.
Málið er að nú stefnir stúlkan á sparnað til að geta komist til útlanda á árinu.
Dreymdi klikk í nótt, svitnaði og slefaði. Gerist oft á aðfaranóttum að mánudegi eftir tveggja kvölda drykkjuhelgi. Líkaminn reynir að losa sig við seinustu áfengisleifarnar. Nú verður hætt að drekka og heilbrigður lífstíll tekinn upp enda tími til kominn að nýju íþróttabuxurnar verði notaðar til hreyfingar en ekki til sjónvarpssófasetugláps.
06 janúar 2005
Fyrsta skrefið í átt að áramótaheiti var stigið í dag þegar ég fór í sportvöruverslun.
Þegar ég áttaði mig á því að til þess að stunda líkamsrækt þyrfti íþróttafatnað sá ég að endurnýjun hafði ekki verið mikil á honum hjá mér. Ég átti einar íþróttabuxur frá ´96 og álíka gamla íþróttaskó sem voru ekki góðir til neins nema til að sitja í.
Þannig að ég fór á útsölu í íþróttabúð og keypti mér nýjar íþróttabuxur og nýja skó. Reyndar tímdi ég ekki að eyða pening í þennan fatnað (enda bara keyptur af illri nauðsyn) svo ég keypti líklega ljótustu buxurnar í búðinni sem bera merkið Hummel og skórnir voru ekki heldur fagrir (gráir og gulir) en þægilegir, samanlagt kostaði þetta tæplega 5000 kr (50-60 % afsláttur af dótinu) sem ég tel vel sloppið.
Fór í settið hérna heima á áðan og var bara nokkuð töff í því...verð reyndar ennþá meira töff þegar ég verð komin með kúlurass og upphandleggsvöðva. En ég á líklega ekki séns í gellurnar í líkamsræktastöðvunum sem eiga nýjustu íþróttagallatískuna. Það er líka allt í lagi að vera lummó meðan maður er töff.
Mér finnst alltaf vandræðalegt í heitapottinum í sundlauginni þegar fólk (oftast svolítið furðulegir karlmenn) nota nuddtækið í pottinum á furðulegan hátt. Nuddtækið er staðsett þannig að ætlast er til að fólk noti það á bakið á sér og kannski háls og svona en þegar menn standa fyrir framan það með bakhlutann í aðra í pottinum og bunan beinist á miðjupartinn á þeim þá dettur mér stundum í hug hvort þeir séu kannski að misnota tækið. En reyndar geta þeir verið með stífann framlærisvöðva eða tognun í nára.
Jæja best að snúa hugsununum aftur á rétta braut og labba aðeins um íbúðina í nýju sportskónum.
Þegar ég áttaði mig á því að til þess að stunda líkamsrækt þyrfti íþróttafatnað sá ég að endurnýjun hafði ekki verið mikil á honum hjá mér. Ég átti einar íþróttabuxur frá ´96 og álíka gamla íþróttaskó sem voru ekki góðir til neins nema til að sitja í.
Þannig að ég fór á útsölu í íþróttabúð og keypti mér nýjar íþróttabuxur og nýja skó. Reyndar tímdi ég ekki að eyða pening í þennan fatnað (enda bara keyptur af illri nauðsyn) svo ég keypti líklega ljótustu buxurnar í búðinni sem bera merkið Hummel og skórnir voru ekki heldur fagrir (gráir og gulir) en þægilegir, samanlagt kostaði þetta tæplega 5000 kr (50-60 % afsláttur af dótinu) sem ég tel vel sloppið.
Fór í settið hérna heima á áðan og var bara nokkuð töff í því...verð reyndar ennþá meira töff þegar ég verð komin með kúlurass og upphandleggsvöðva. En ég á líklega ekki séns í gellurnar í líkamsræktastöðvunum sem eiga nýjustu íþróttagallatískuna. Það er líka allt í lagi að vera lummó meðan maður er töff.
Mér finnst alltaf vandræðalegt í heitapottinum í sundlauginni þegar fólk (oftast svolítið furðulegir karlmenn) nota nuddtækið í pottinum á furðulegan hátt. Nuddtækið er staðsett þannig að ætlast er til að fólk noti það á bakið á sér og kannski háls og svona en þegar menn standa fyrir framan það með bakhlutann í aðra í pottinum og bunan beinist á miðjupartinn á þeim þá dettur mér stundum í hug hvort þeir séu kannski að misnota tækið. En reyndar geta þeir verið með stífann framlærisvöðva eða tognun í nára.
Jæja best að snúa hugsununum aftur á rétta braut og labba aðeins um íbúðina í nýju sportskónum.
05 janúar 2005
Hvaða hlut ælti að sé algengast að finna í ryksugupokum? Þá er ég að tala um hlut sem á ekki að vera þar. Datt þessi pælin í hug í gær þegar ég var að ryksuga og saug eina hárspennu upp af gólfinu. Það væri gaman að gera könnun á þessu, labba hús úr húsi og fá að kíkja í ryksugupokana hjá fólki. Gæti trúað að það sé mikið af hárspennum, teygjum, smápeningum og smádóti. Hef ekki mikla trú á að það yrði mikið af stökum sokkum eða öðrum fatnaði.
Hef lokið lestri á Samkvæmisleikjum eftir Braga Ólafsson. Það er góð bók. En stíll Braga er ekkert öðruvísi í þessari bók en hinum skáldsögum hans, svo ef þið fílið ekki bækur sem "enda ekki" ,eins og sumir segja, þá fílið þið heldur ekki þessa. En mér fannst þetta frábær bók með persónum og söguþræði sem Bragi er snillingur í að skapa.
Er núna að lesa P.s ég elska þig sem er eftir írska stúlku. Þetta er nú bara svona venjuleg slepju bók sem er ekkert að hrífa mig mikið en er allt í lagi. Það besta/vesta við bókina er þýðingin, Sigurður A Magnússon þýddi bókina og ber hún vitni þess. Bókin er skrifuð af stelpu um tvítugt og markhópurinn er ungar konur. Sigurður A Magnússon er karlmaður um eða yfir sjötugt sem talar og ritar frekar fornt og óþjált íslenskt mál og hann þýðir oft beint upp úr enskunni þannig að orðaröðin verður stundum skrítin. Og hann ofþýðir sem gerir það að verkum að setning sem gæti verið ein lína verður tvær línur. Best er þó þegar hann notar gamlar dönskuslettur, sem þóttu fínar áður fyrr en fáir nota í dag. Þýðingin verður fyrir vikið oft hlægileg og skilar ekki anda bókarinnar nægilega vel.
Hef einnig lokið við Múrinn í Kína eftir Huldar Breiðfjörð. Hef á tilfinningunni að hann hafi aldrei gengið múrinn en skrifað þessa ferðasögu eftir upplýsingum á netinu og úr öðrum bókum. Þannig að þetta ætti að vera skáldsaga.
Keypti mér blóm í dag, þ.e pottablóm sem heitir Drekatré. Finnst strax vera orðið heimilislegra hjá mér. Vona bara að það muni lifa.
Hef lokið lestri á Samkvæmisleikjum eftir Braga Ólafsson. Það er góð bók. En stíll Braga er ekkert öðruvísi í þessari bók en hinum skáldsögum hans, svo ef þið fílið ekki bækur sem "enda ekki" ,eins og sumir segja, þá fílið þið heldur ekki þessa. En mér fannst þetta frábær bók með persónum og söguþræði sem Bragi er snillingur í að skapa.
Er núna að lesa P.s ég elska þig sem er eftir írska stúlku. Þetta er nú bara svona venjuleg slepju bók sem er ekkert að hrífa mig mikið en er allt í lagi. Það besta/vesta við bókina er þýðingin, Sigurður A Magnússon þýddi bókina og ber hún vitni þess. Bókin er skrifuð af stelpu um tvítugt og markhópurinn er ungar konur. Sigurður A Magnússon er karlmaður um eða yfir sjötugt sem talar og ritar frekar fornt og óþjált íslenskt mál og hann þýðir oft beint upp úr enskunni þannig að orðaröðin verður stundum skrítin. Og hann ofþýðir sem gerir það að verkum að setning sem gæti verið ein lína verður tvær línur. Best er þó þegar hann notar gamlar dönskuslettur, sem þóttu fínar áður fyrr en fáir nota í dag. Þýðingin verður fyrir vikið oft hlægileg og skilar ekki anda bókarinnar nægilega vel.
Hef einnig lokið við Múrinn í Kína eftir Huldar Breiðfjörð. Hef á tilfinningunni að hann hafi aldrei gengið múrinn en skrifað þessa ferðasögu eftir upplýsingum á netinu og úr öðrum bókum. Þannig að þetta ætti að vera skáldsaga.
Keypti mér blóm í dag, þ.e pottablóm sem heitir Drekatré. Finnst strax vera orðið heimilislegra hjá mér. Vona bara að það muni lifa.
02 janúar 2005
Nýja árið byrjaði vel.
Piparstúlkuklúbburinn Sveinsína kom saman á laugardagskvöldinu til að fagna nýju ári og setja sér ný markmið í karlamálum þar sem markmið nýliðins árs skiluðu ekki tilsettum árangri.
Sex yndisfríðar og hressar stúlkur hófu drykkju í íbúð minni sem virðist vera orðin aðal samkomustaður klúbbmeðlima. Þaðan var farið á Nasa á Stuðmenn, ágætis stemmning var á þeim stað en fengum við fljótt leið á honum og strunsuðum um allan bæ. Litið var inn á Thorvaldsen þar var aðeins fráskilið fólk á fertugsaldri, þaðan var haldið á Hressó og Pravda en klúbbmeðlimir áttu ekki samleið með fólkinu þar inni. Þá var haldið á Ölstofuna, þar var stoppað lengi. Kvöldið endaði svo á Hverfisbarnum þar sem dansspor voru stigin og tvítugir drengir klipnir í rassinn.
Kominn var mjaltatími þegar skriðið var í bólið.
Klúbbmeðlimum Sveinsínu fækkaði ekki þetta kvöldið.
Piparstúlkuklúbburinn Sveinsína kom saman á laugardagskvöldinu til að fagna nýju ári og setja sér ný markmið í karlamálum þar sem markmið nýliðins árs skiluðu ekki tilsettum árangri.
Sex yndisfríðar og hressar stúlkur hófu drykkju í íbúð minni sem virðist vera orðin aðal samkomustaður klúbbmeðlima. Þaðan var farið á Nasa á Stuðmenn, ágætis stemmning var á þeim stað en fengum við fljótt leið á honum og strunsuðum um allan bæ. Litið var inn á Thorvaldsen þar var aðeins fráskilið fólk á fertugsaldri, þaðan var haldið á Hressó og Pravda en klúbbmeðlimir áttu ekki samleið með fólkinu þar inni. Þá var haldið á Ölstofuna, þar var stoppað lengi. Kvöldið endaði svo á Hverfisbarnum þar sem dansspor voru stigin og tvítugir drengir klipnir í rassinn.
Kominn var mjaltatími þegar skriðið var í bólið.
Klúbbmeðlimum Sveinsínu fækkaði ekki þetta kvöldið.